© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.11.2015 | 18:00 | Kristinn | Landslið
Sterkasta landsliðið sem hefur mætt íslensku stelpunum hér á landi
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tekur á móti Slóvakíu í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2017 en leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni klukkan 19.30 annað kvöld.

Slóvakía er án vafa sterkasta kvennalandsliðið sem hefur heimsótt Ísland til þessa en slóvakísku stelpurnar hafa verið fastagestir á Eurobasket undanfarin ár.

Slóvakíska liðið endaði í 9. sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins síðasta sumar og hefur alls tekið þátt í tíu lokakeppnum Evrópumótsins síðan að Tékkóslóvakía skiptist upp í Tékkland og Slóvakíu árið 1993.

Slóvakískur stelpurnar unnu 2 af 4 leikjum sínum í riðlunum á EM 2015 og urðu í 2. sæti á eftir Spáni. Liðið vann hinsvegar bara 1 af 3 leikjum í millriðlinum og sat eftir á tveggja stiga tapi á móti verðandi Evrópumeisturum Serbíu. Serbía var með jafnmörg stig og Slóvakía en hafði betri stöðu úr innbyrðisleiknum.

Evrópumótið í Ungverjalandi og Rúmeníu síðasta sumar var fjórða úrslitakeppni EM í röð þar sem Slóvakía var meðal þátttökuþjóða. Slóvakía endaði í 12. sæti á EM 2013, í 13. til 16. sæti á EM 2011 og í 8. sæti á EM 2009.

Besta árangrinum náði slóvakía kvennalandsliðið samt á fyrstu fjórum Evrópukeppnum síðan að Slóvakía öðlaðist sjálfstæði en Slóvakía komst í undanúrslitin í fjórum keppnum í röð frá EM 1993 til EM 1999.

Slóvakía vann bronsverðlaun á fyrsta Evrópumóti sínu sem fór fram á Ítalíu 1993 en slóvakíska liðið vann þá heimastúlkur með einu stigi í leiknum um bronsið.

Stærstu verðlaun Slóvakíu á EM komu á Evrópumótinu í Ungverjalandi árið 1997. Slóvakíska liðið fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði á móti Litháen. Slóvakía vann Ungverjaland með 26 stigum í undanúrslitaleiknum, 81-55.

Slóvakía er aðeins þriðja Eurobasket-þjóðin sem spilar keppnisleik á Íslandi en hinar eru Holland og Sviss. Þarna er átt við kvennalandslið sem hefur tekið þátt í lokakeppni EM þegar liðið mætir til Íslands og spilar hér leik í móti.

Holland spilaði hér bæði 2007 og 2009 en þá var hollenska landsliðið ekki búið að komast í úrslitakeppni EM síðan 1989. Sviss spilaði hér árið 2008 en þá hafi svissneska landsliðið ekki komist í lokakeppni EM í 52 ár eða síðan á EM 1956.

Landslið Svartfjallalands spilaði hér á landi haustið 2009 en þá höfðu Svartfellingar aldrei komist á Eurobasket. Svartfjalland komst í fyrsta sinn á EM 2011 og hefur síðan verið fastagestur í lokakeppninni og alltaf meðal tíu efstu þjóða.

Kvennlandslið Slóvakíu í úrslitakeppni EM:
1993 - 3. sæti
1995 - 4. sæti
1997 - 2. sæti
1999 - 4. sæti
2001 - 8. sæti
2003 - 7. sæti
2005 - Ekki með
2007 - Ekki með
2009 - 8. sæti
2011 - 13.-16. sæti
2013 - 12. sæti
2015 - 9. sæti
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Njarðvík · Íslandsmeistarar í 9. flokki dengja 2009
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið