© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.11.2015 | 12:23 | Kristinn | Landslið
Fimm númer voru notuð í fyrsta sinn hjá kvennalandsliðinu
Fimm ný númer litu dagsins ljós í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2017 sem fór fram í Ungverjalandi á laugardaginn.

Þær Bergþóra Holton Tómasdóttir (númer 3), Berglind Gunnarsdóttir (númer 22), Jóhanna Björk Sveinsdóttir (númer 23), Ragna Margrét Brynjarsdóttir (númer 25) og Auður Ólafsdóttir (númer 26) léku allar í númerum sem höfðu aldrei verið notuð í leik hjá A-landsliði kvenna.

Hingað til höfðu allar landsliðskonur notað númer á bilinu 4 til 15 en nýjar reglur FIBA hafa opnað fyrir þann möguleika á að nota treyjunúmer frá 00 til 99.

Margar landsliðskonur eru að spila í sömu númerum með sínum félagsliðum og því hefur reglan verið þannig að sú sem hefur spilað fleiri landsleiki fær að velja sér númer fyrst.

Auður Ólafsdóttir spilar númer 6 hjá Haukum en Bryndís Guðmundsdóttir er númer 6 í landsliðinu og hefur spilað mun fleiri landsleiki. Auður valdi því að spila í treyju númer 26 en hún hefur bæði spilað númer 5 og 13 á þessu ári.

Berglind Gunnarsdóttir spilar númer 11 hjá Snæfelli en Pálína Gunnlaugsdóttir er númer 11 í landsliðinu og hefur spilað mun fleiri landsleiki enda Berglind nýliði í þessu verkefni. Berglind spilar því í tvisar sinnum ellefu eða treyju númer 22.

Ragna Margrét Brynjarsdóttir skipti yfir í treyju 25 þegar hún fór í Stjörnuna í sumar og spilar því í treyju númer 25 hjá bæði félagsliðinu og landsliðinu. Hún hefur spilað númer 6,7 og 12 með íslenska landsliðinu en fyrstu sex landsleikir hennar á árinu 2015 voru í númer 12.

Bergþóra Holton Tómasdóttir spilar númer 14 hjá Val en lék númer 4 hjá bæði KR og Fjölni. Það er kannski viðeigandi að besta þriggja stiga skyttan í Domnio´s deild kvenna í fyrravetur spili í treyju númer 3. Móðir hennar Anna Björk Bjarnadóttir spilaði í númer 11 með landsliðinu og faðir hennar lék í 29 af 57 landsleikjum sínum í treyju númer 13.

Jóhanna Björk Sveinsdóttir spilar númer 9 hjá Haukum en Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er númer 9 í landsliðinu. Jóhanna Björk valdi því treyju númer 23 en hvort að það er vegna Michael Jordan, Lebron James eða David Beckham er ekki alveg á hreinu. Mestar líkur eru hinsvegar á því að Jóhanna Björk sé að heiðra kynsystur sína Mayu Moore sem er lykilleikmaður WNBA-meistara Minnesota Lynx.

Þau númer á bilinu fjögur til fimmtán sem voru ekki notuð í leiknum á móti Ungverjum voru 5, 7, 12, 13 og 14.

Stelpurnar spiluðu í nýjum glæsilegum Errea-búningum sem eru sérhannaðir fyrir körfuboltakonur og það er ekki að sjá annað en að nýju búningarnir falli í kramið hjá stelpunum okkar alveg eins og nýju númerin.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð A-landsliðs karla til Vilnius í Litháen v/þáttöku í undanúrslitakeppni Evrópumótsins árið 1998. Guðmundur Bragason á litla möguleika á uppkasti gegn hinum 220 cm. háa Ilgauskas.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið