© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
20.11.2015 | 8:40 | Kristinn | Landslið
Helena fyrsta Haukakonan sem verður fyrirliði landsliðsins
Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins undanfarin fjögur ár, er komin heim í Hauka eins og flestum er kunnugt en hún hafði leikið í bandaríska háskólaboltanum og með evrópskum félögum frá haustinu 2007.

Helena hefur þegar verið fyrirliði íslenska landsliðsins í 19 leikjum og þekkir það hlutverk því mjög vel.

Í komandi leik á móti Ungverjalandi í undankeppni EM 2017 sem fer fram úti í Ungverjalandi mun hún hinsvegar í fyrsta sinn verða fyrirliði landsliðsins sem leikmaður Hauka.

Helena hefur án vafa litið á sig sem Haukakonu allan tímann sem hún hefur spilað erlendis en nú fyrst telst hún þó formlega leikmaður Hauka á nýjan leik.

Helena verður um leið fyrsta Haukakonan sem verður fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins. Haukar verða áttunda íslenska félagið þar sem leikmaður þess er fyrirliði A-landsliðsins.

Helena hefur áður verið fyrirliði landsliðsins sem leikmaður Good Angeles Kosice frá Slóvakíu (7 leikir), sem leikmaður DVTK Miskolc frá Ungverjalandi (6 leikir) og sem leikmaður pólska liðsins CCC Polkwise (6 leikir).

Þegar Helena lék síðast með landsliðinu sem leikmaður Hauka haustið 2007 þá var Signý Hermannsdóttir fyrirliði landsliðsins. Helena hóf síðan nám við TCU-háskólan í Bandaríkjunum þennan vetur.

Íslensk félög sem hafa átt fyrirliða íslenska kvennalandsliðsins:
Keflavík · 47 leikir
ÍS · 28
KR · 19
Valur · 17
ÍR · 8
Njarðvík · 8
Grindavík · 2
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Erlingur Snær Erlingsson dæmir villur á Snæfellinginn Jón Ólaf Jónsson í leik Njarðvíkur og Snæfells í átta liða úrslitum bikarkeppni KKÍ 22. janúar 2006.  Helgi Reynir Guðmundsson liggur á gólfinu og virðist ekkert skilja í ákvörðuninni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið