S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
17.11.2015 | 19:00 | Kristinn | Landslið
Ungverjar tefla fram stelpu sem 208 sentímetrar á hæð
Íslensku stelpurnar mæta Ungverjalandi á útivelli á laugardaginn og svo Slóvakíu á heimavelli fjórum dögum síðar. Ungverjar eru vissulega með hávaxnara lið en það íslenska. Það er þó ein stelpa í ungverska landsliðinu sem mun gnæfa yfir alla aðra leikmenn á vellinum í höllinni í Miskolc. Bernadett Határ er 21 árs og 208 sentímetra miðherji sem spilar með ungverska liðinu Uniqa Sopron. Sopron-liðið spilar í EuroLeague eða Meistaradeild kvenna í körfubolta og er með bestu félagsliðum ungverja í kvennakörfunni. Határ var í EM-hópi Ungverjalands síðasta sumar og var þá með 5,3 stig og 4,0 fráköst að meðaltali á 11,7 mínútum. Hún átti sinn besta leik á móti Litháum þar sem hún var með 10 stig, 4 fráköst og 3 stolna bolta á 13 mínútum. Bernadett Határ hefur skorað 4,0 stig að meðaltali í leik á 9,6 mínútum í EuroLeague það sem af ver í vetur en hún var með 14,8 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í ungversku deildinni í fyrra þegar hún spilaði með uppeldisliði sínu MKB Euroleasing Vasas. Það er ljóst að Bernadett Határ mun hafa talsvert forskot í fráköstunum í leiknum á móti Íslandi enda 20 sentímetrum hærri en hæsti leikmaður íslenska liðsins sem er miðherjinn Ragna Margrét Brynjarsdóttir (188 sm). Það freistast líka örugglega einhverjir að ná mynd af þeim Bernadett Határ og Pálinu Gunnlaugsdóttur (167 sm) saman enda munar a þeim meiri en 40 sentímetrar. Pálína er þekkt fyrir að gefa ekkert eftir í fráköstunum þrátt fyrir að vera með minni leikmönnum á vellinum en hvort hún nái frákasti á undan Határ verður fróðlegt að sjá. |