© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
13.11.2015 | 9:20 | Kristinn | Landslið
Endurnýjaður samningur við Craig Pedersen


Nú vikunni gekk KKÍ frá nýjum samningi við Craig Pedersen þjálfara karlalandsliðsins þegar Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Páll Kolbeinsson formaður afreksnefndar fóru til Svendborg og funduðu með Craig. Það var ljóst eftir EuroBasket í Berlín í haust að mikill áhugi var hjá KKÍ og Craig fyrir áframhaldandi samstarfi. Samningurinn við Craig er til tveggja ára eða til haustins 2017 og með möguleika á framlenginu til haustins 2019.

Með þessum nýja samningi mun Craig koma meira að starfi landsliða KKÍ og vera með meiri viðveru á landinu. Í því umhverfi sem alþjóðlegur körfubolti er í dag er einnig nauðsynlegt að vera með góðar tengingar eins og við skóla í Bandaríkjunum og sérstaklega þar sem fleiri og fleiri efnilegir drengir og stúlkur sameina körfuboltaiðkun og menntun í Bandaríkjunum. Craig mun vera tengiliður KKÍ við skólanna sem og heimsækja einhverja af þeim skólum þar sem efnilegir landsliðskrakkar verða við nám.

Þeir Craig, Ívar Ásgrímsson, þjálfari kvennalandsliðsins, og Einar Árni Jóhannsson, yfirþjálfari yngri landsliða KKÍ, munu vinna náið saman við skipulag og uppbyggingu allra landsliða KKÍ.

Craig mun hætta að þjálfa karlalið Svendborg í efstu deild danska körfuboltans til að geta einbeitt sér betur að þjálfun íslenska landsliðsins og körfuboltanum á Íslandi ásamt því að hafa meiri tíma með fjölskyldu sinni.

Stjórn og afreksnefnd KKÍ líta á þennan nýja samning við Craig sem stórt og mikilvægt skref við að halda áfram þeirri góðri vinnu sem unnin hefur verið á undanförnum árum í landsliðsstarfinu sem og í þeirri vinnu að karlalandsliðið komist aftur í lokamót EM, EuroBasket haustið 2017, en undnkeppni fyrir EM hefst í ágúst næstkomandi.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leikmenn á leið á lokahóf KKÍ 1988 í gamla Broadway í Mjódd.  Ingvar Jónsson, Falur Harðarson og Albert Óskarsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið