© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
6.6.2007 | 17:57 | SÖA | Landslið
Ísland burstaði Lúxemborg
Friðrik Stefánsson lék sinn 100. landsleik í dag
Íslenska karlalandsliðið burstuðu Lúxemborg með 30 stigum í dag. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með, en um miðjan fyrsta leikhluta stungu Íslendingar af og skildu Lúxemborg eftir með sárt ennið, lokatölur 92-63.

Leikurinn hófst ágætlega fyrir Íslendinga og náðu strákarnir frumkvæðinu strax í upphafi. Leikurinn var nokkuð jafn framan af, en 7 stiga munur var þó eftir sex mínútna leik. Þá hertu Íslendingar tökin ansi hressilega og kláruðu leikhlutann með 12-2 syrpu, staðan að loknum fyrsta leikhluta 30-13.

Munurinn jókst áfram, nánast út allan leikinn og sigur Íslands var aldrei í hættu. Friðrik E. Stefánsson lék í dag sinn 100. landsleik fyrir Ísland, en hann er nú ellefti landsleikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi. Ef allt er eðlilegt nær hann tíunda sætinu af Jóni Arnari Ingvarssyni gegn Kýpur á laugardaginn.

Logi Gunnarsson var stigahæstur Íslendinga með 21 stig, Brenton Birmingham skoraði 19 stig, Páll Axel Vilbergsson 13, Helgi Már Magnússon 10, Brynjar Björnsson 9, Kristinn Jónasson 6, Þorleifur Ólafsson 5, Hreggviður Magnússon 4, Jóhann Árni Ólafsson 2, Friðrik E. Stefánsson 2 og Hörður Axel Vilhjálmsson 1 stig. Magnús Þór Gunnarsson komst ekki á blað að þessu sinni.

Á morgun mæta Íslendingar heimamönnum í Mónakó, en Mónakó tapaði fyrir Kýpur í gær og leika við San Marínó í dag.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Átján ára lið Íslands mætti Kuwait í æfingaleik sumarið 2009 þegar lið Íslands tók þátt í B-deild Evrópukeppninnar. Keppt var í Sarajevó ó Bosníu. Kuwait var þarna í æfingaferð og léku liðin æfingaleik. Ísland vann öruggan sigur 103-40.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið