© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
5.6.2007 | 16:16 | oddur
Sigur í fyrsta leiknum
Brenton Birmingham var stigahæstur í leiknum
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta sigraði lið Andorra í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleikunum í Mónakó.

Strákarnir fóru hægt af stað en leiddu þó í hálfleik 47-42. Síðari hálfleikurinn var svo mun betri hjá íslenska liðinu og lokatölur leiksins urðu 94-65 fyrir Ísland.

Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, sagði eftir leikinn að liðið hefði átt við ákveðna byrjunarörðugleika að stríða í fyrri hálfleik. Þetta var svo rætt í hálfleik og strákarnir komu mun ákveðnari inn í seinni hálfleikinn. Sigurður var ánægður með leik liðsins í síðari hálfleiknum og þá sérstaklega varnarleikinn. Hann sagði að það væri eðlilegt að liðið hefði þurft að stilla saman strengi í fyrri hálfleiknum.

Sigurður var sérstaklega ánægður með nýliðana í landsliðshópnum, þá Brynjar Þór Björnsson, Jóhann Árna Ólafsson, Hörð Axel Vilhjálmsson og Þorleif Ólafsson en þeir nýttu mínúturnar sínar mjög vel í dag.

Sigurður sagði að nú þegar fyrsti leikurinn væri búinn hæfist undirbúningur fyrir leikinn á morgun gegn Lúxemburg. Það er ljóst að sá leikur verður erfiðari og að við verðum að mæta einbeittari í þann leik. Íslenska liðið er vel stemmt fyrir leikinn á morgun en mínúturnar skiptust vel á milli leikmanna í dag. Ísland lék gegn Lúxemburg seinasta haust og sigraði þá nokkuð örugglega 98-76.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og kona hans, Dorrit Mousaieff fylgdust með leiknum í dag. Þau hafa verið dugleg að fylgjast með hinum ýmsu atburðum á Smáþjóðaleikunum.

Stigaskor íslenska liðsins:

Brenton Birmingham 17
Páll Axel Vilbergsson 15
Helgi Már Magnússon 15 stoðsendingar
Logi Gunnarsson 12
Friðrik Stefánsson 10
Hreggviður Magnússon 7
Brynjar Þór Björnsson 6
Kristinn Jónasson 5
Þorleifur Ólafsson 4
Magnús Þór Gunnarsson 3

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Þórir Magnússon leikmaður KFR var mikil langskytta. Hér er hann um það bil að hleypa af og Kolbeinn Pálsson leikmaður KR er aðeins of seinn til varnar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið