S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
19.5.2007 | 20:42 | OOJ
Margrét Kara með tröllatvennu í flottum sigri á Noregi
Margrét Kara var með 21 stig og 20 fráköst gegn Noregi. Mynd: Snorri Örn
Íslensku stelpurnar þurftu að vinna til þess að komast í bronsleikinn og það var eins og smá stress væri að hrjá þær í upphafi leiks. Norðmenn komust í 6-10 og voru 16-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Íslenska liðið kom af krafti inn í annan leikhlutann, skoraði 13 fyrstu stig hans og var komið 17 stigum yfir í hálfleik, 41-24. Níu íslensk stig í röð í þriðja leikhluta gerðu síðan endanlega út um leikinn, íslensku stelpurnar voru 62-35 yfir fyrir lokaleikhlutann og unnu síðan með 31 stigi. Margrét Kara átti eins og áður sagði stórleik en það voru einnig margir aðrir leikmenn liðsins að spila vel og til dæmis náðu allar að skora fyrir utan Kristínu Fjólu Reynisdóttur sem lá veik upp á hóteli. Það er óhætt að nefna sérstaklega tvær. Íris Sverrisdóttir skoraði 9 af 14 stigum sínum þegar íslenska liðið tók völdin í lok annars leikhluta og Jóhanna Björk Sveinsdóttir kom með flotta innkomu af bekknum og tók 10 fráköst á 18 mínútum. 18 ára stelpur: Ísland-Noregur 82-51 Stigaskorið: Margrét Kara Sturludóttir 21 stig (20 fráköst, 5 stoðsendingar, 5 stolnir) Íris Sverrisdóttir 14 (4 stolnir, 4 stoðsendingar) Ingibjörg Jakobsdóttir 10 (5 fráköst, 4 stoðsendingar) Ragna Margrét Brynjarsdóttir 9 (7 fráköst, 4 stoðsendingar) Unnur Tara Jónsdóttir 6 Lilja Ósk Sigmarsdóttir 5 (4 fráköst) Klara Guðmundsdóttir 4 María Lind Sigurðardóttir 4 Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3 (10 fráköst, 18 mínútur) Berglind Anna Magnúsdóttir 3 Hafrún Hálfdánardóttir 2 |