S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
19.5.2007 | 20:28 | OOJ
Það var stutt á milli úrslitaleiksins og síðasta sætisins
Hjalti Friðriksson átti mjög góðan leik gegn Svíum. Mynd: Snorri Örn
Svíar unnu leikinn 59-69 en íslenska liðið var þó með frumkvæðið stærsta hluta leiksins, komst í 8-3, var 19-18 yfir eftir fyrsta leikhluta og 33-31 yfir í hálfleik. Íslenska liðið komst síðan tvisvar sinnum fimm stigum yfir í þriðja leikhlutanum en Svíar skoruðu átta stig í röð í stöðunni 39-34 fyrir Ísland og komust yfir í 39-41. Svíar voru síðan einu stigi yfir, 46-47, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Þessi litli munur hélst þar til að tvær mínútur voru eftir en þá var eins og íslenska liðið gengi á "þreytuvegginn" og Svíar unnu lokamínúturnar tvær 10-2 og þar með leikinn með tveimur stigum. Strákarnir eiga mikið hrós fyrir góðan leik og að standa vel í hinu hávaxna liði Svía. Í síðustu tveimur leikjum hafa þeir sýnt hversu þeir eru megnugir og voru afar nálægt því að bæta fyrir tvo fyrstu leiki sína þar sem að þeir voru óþekkjanlegir. Það eru vissulega vonbrigði að komast ekki í úrslitaleikinn en þeir gátu gengið stoltir frá leiknum í dag. 18 ára strákar: Ísland-Svíþjóð 59-69 Stigaskorið: Þröstur Leó Jóhannsson 17 (6 fráköst) Hjörtur Hrafn Einarsson 14 (6 fráköst, 3 stoðsendingar) Rúnar Ingi Erlingsson 11 (9 fráköst, 8 stoðsendingar, 3 stolnir) Hjalti Friðriksson 10 (hitti úr 5 af 9 skotum) Örn Sigurðarson 7 |