© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.5.2007 | 22:28 | OOJ
Frábær sigur sextán ára strákanna á Svíum
Ægir Þór Steinarsson lék frábærlega gegn Svíum. Mynd: Snorri Örn
Annar keppnisdagur íslensku unglingalandsliðanna á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð endaði á góðu nótunum þegar 16 ára lið karla vann frábæran sigur á heimamönnum í Svíþjóð. Á sama tíma sýndu 18 ára stelpurnar mjög góðan leik á móti Finnum en urðu á endanum að sætta sig við naumt fimm stiga tap. 16 ára stelpurnar og 18 ára strákarnir töpuðu sínum leikjum fyrr í kvöld, stelpurnar með 16 stigum á móti Dönum en strákarnir með 10 stigum á móti Norðmönnum. Eftir fyrstu tvo dagana hafa 16 ára strákarnir stolið senunni og unnið báða sigra íslensku liðanna til þess á mótinu.

Sextán ára strákarnir unnu stórglæsilegan 13 stiga sigur á Svíum, 68-55, og unnu þar með leiki sína í dag með samtals 56 stigum því Norðmenn lágu með 43 stigum fyrr í dag. Strákarnir sýndu mikinn styrk með því að vinna sterkt lið Svía þegar búnir að spila 40 mínútur fyrr í dag. Benedikt Guðmundsson er greinilega kominn með spennandi lið í hendurnar og nú verður gaman að sjá hvernig gengur í næstu leikjum gegn Dönum og Finnum sem bæði hafa verið að gera góða hluti á mótinu til þessa.

Íslenska liðið var með frumkvæðið í öllum leiknum, 6 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann (17-11), þremur stigum yfir í hálfleik (30-27) og með eins stigs forskot, 42-41, fyrir lokaleikhlutann. Svíar komust reyndar yfir um miðja fjórða leikhlutann en strákarnir svöruðu með góðum endaspretti og unnu síðustu fimm mínúturnar 20-9. Fyrirliðinn Ægir Þór Steinarson átti frábæran leik og var allt í öllu og þá má ekki gleyma að minnast á þátt Hauks Óksarssonar sem setti niður stórar körfur í leiknum. Annars voru margir leikmenn liðsins að spila vel sem lofar góðu fyrir framhaldið.

16 ára strákar: Ísland-Svíþjóð 68-55
Stigaskorið:
Ægir Þór Steinarsson 20 (hitti úr 7 af 11 skotum, 6 stolnir, 5 stoðsendingar, 5 fráköst)
Haukur Helgi Pálsson 12 (6 fráköst)
Haukur Óskarsson 11 (3 stoðsendingar, hitti úr 3 af 7 þriggja stiga skotum)
Arnþór Guðmundsson 8 (3 stolnir)
Þorgrímur Björnsson 6 (6 fráköst)
Tómas Tómasson 6 (3 stoðsendingar)
Daði Berg Grétarsson 3
Trausti Eiríksson 2.

Íslensku stelpurnar í 18 ára liðinu bæði byrjuðu og enduðu leikinn gegn Finnum frábærlega en misstu dampinn um hann miðjan sem kostaði að Finnar voru komnir 19 stigum yfir, 44-63, þegar rúmar 8 mínútur voru eftir. Íslensku stelpurnar unnu lokamínúturnar 19-5 en endaspretturinn kom aðeins of seint og þær finnsku sluppu með 63-68 sigur. Íslensku stelpurnar komust í 9-0 og 13-3 í upphafi leiks en voru komnar fimm stigum undir í hálfleik, 34-39.

Þetta var annar leikur íslenska liðsins í dag en sá fyrri tapaðist með 14 stigum fyrir Svíum. Það er ljóst á úrslitum dagsins að íslensku stelpurnar eru búnar að taka miklum framförum frá því þær voru í 16 ára liðinu fyrir tveimur árum. Þá töpuðu þær með 40 og 39 stigum fyrir Svíum og Finnum en nú var munurinn aðeins 19 stig samtals í leikjum tveimur í dag. Þetta er því bæting um 60 stig sem er allt annað en slæmt.

18 ára stelpur: Ísland-Finnland 63-68
Stigaskorið:
Unnur Tara Jónsdóttir 14 (5 stolnir, 10 stig í fjórða leikhluta)
Margrét Kara Sturludóttir 13 (8 fráköst, 4 stolnir, 8 fiskaðar villur)
Ingibjörg Jakobsdóttir 8 (8 stoðsendingar)
Berglind Anna Magnúsdóttir 7
Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6 (5 fráköst, 12 mínútur)
Íris Sverrisdóttir 5 (4 fráköst, 4 stoðsendingar)
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5 (9 fráköst, 3 varin)
Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2 (4 fráköst)
Hafrún Hálfdánardóttir 2
Klara Guðmundsdóttir 1

Sextán ára lið kvenna tapaði með 16 stigum á móti Dönum sem höfðu fyrr um daginn unnið glæsilegan sigur á Finnum. Danska liðið er líklega á leiðinni í úrslitaleikinn og því sterkt lið hér á ferðinni. Íslensku stelpurnar léku mun betur í síðari hálfleik en þeim fyrri og unnu meðal annars þriðja leikhlutann 14-10. Guðbjörg Sverrisdóttir sprakk út í seinni hálfleik og skoraði þá 12 stig.

16 ára stelpur: Ísland-Danmörk 36-52
Stigaskorið:
Guðbjörg Sverrisdóttir 16 (11 fráköst, 6 stolnir, 2 stoðsendingar, 12 stig í seinni)
Lóa Dís Másdóttir 6 (7 fráköst, 3 stolnir, 2 stoðsendingar)
Heiðrún Kristmundsdóttir 4 (3 stolnir, 2 stoðsendingar)
María Ben Jónsdóttir 4 (3 fráköst, 7 mínútur)
Elma Jóhannsdóttir 2 (4 fráköst)
Heiðrún Hödd Jónsdóttir 2 (4 fráköst)
Salbjörg Sævarsdóttir 2 (2 varin)

18 ára strákarnir hafa ollið miklum vonbrigðum hér í Svíþjóð en þeir hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Dönum og svo Norðmönnum í dag. Þetta lið fór í úrslitaleikinn fyrir tveimur árum og tapaði þá bara einum leik en í ár hefur lítið gengið upp hjá strákunum. Liðið tapaði með tíu stigum á móti Norðmönnum í dag, 58-68. Strákarnir voru staðráðnir í að bæta fyrir tapið á móti Dönum í gær en góð byrjun, þar sem þeir komust í 20-9, dugði ekki til og leikurinn rann frá þeim í fjórða leikhlutanum sem tapaðist 11-25. Með þessu tapi eru vonirnar um að komast aftur í úrslitaleikinn að engu orðnar.

18 ára strákar: Ísland-Noregur 58-68
Stigaskorið:
Þröstur Leó Jóhannsdóttir 13 (13 fráköst)
Rúnar Ingi Erlingsson 13 (4 fráköst, 3 stoðsendingar)
Elías Kristjánsson 10 (3 stoðsendingar)
Örn Sigurðarson 9 (7 fráköst)
Hjörtur Hrafn Einarsson 8 (6 fráköst)
Ari Gylfason 4
Björgvin Valentínusarson 1
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Bekkjarlið 5. b í Fellaskóla sigraði í fyrsta Landsbankamóti ÍR í minnibolta 1983, en mótið var milli 5. bekkja í Breiðholti. Frá vinstri, Kjartan G. Björnsson, Grétar V. Grétarsson, Hermann Hauksson, Börkur Jakobsson, Gunnar Þór Arnarson og Rúnar Þ. Guðmundsson. Fyrir aftan stendur þjálfari drengjanna og íþróttakennari, Sigvaldi Ingimundarson. Sem kunnugt er varð einn þessara drengja, Hermann Hauksson; landsliðsmaður í körfubolta.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið