© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.5.2007 | 14:33 | OOJ
Sigur og tap í fyrri leik liðanna sem spila tvo leiki í dag
Þorgrímur Björnsson var með flott tvennu, 14 stig og 16 fráköst.
Það verður nóg að gera hjá 16 ára strákunum og 18 ára stelpunum á Norðurlandamótinu í Solna í dag því bæði lið spila tvo leiki á sínum fyrsta keppnisdegi. 16 ára strákarnir unnu flottan 43 stiga sigur á Norðmönnum í fyrri leik sínum áðan og á sama tíma spiluðu 18 ára stelpurnar góðan leik á móti heimastúlkum í Svíþjóð en urðu á endanum að sætta sig við 14 stig tap, 49-63.

16 ára strákarnir léku mjög vel í sínum fyrsta leik og unnu mjög öruggan 43 stiga sigur, 98-55, á Norðmönnum. Það var ljóst strax frá byrjun að íslensku strákarnir voru tilbúnir í fyrsta landsleik 1991-árgangsins. Liðið skoraði 32 stig og tók 22 fráköst í fyrsta leikhlutanum og var komið í 32-13 eftir 10 mínútur. Íslenska liðið hélt síðan mjög góðum tökum á leiknum, Benedikt Guðmundsson þjálfari leyfði öllum að spila og allir nema einn komust á blað. Ísland var 62-33 yfir í hálfleik og með 43 stiga forustu, 84-41, fyrir lokaleikhlutann.

Aðeins tveir leikmenn liðsins höfðu leikið landsleik áður og því var gaman að fylgjast með strákurnum ná svona fljótt úr sér skrekknum og spila svona vel í sínum fyrsta landsleik. Þorgrímur Björnsson var mjög góður með 14 stig og 16 fráköst og fyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson var nálægt þrefaldri tvennu með 13 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst á þeim 22 mínútum sem hann spilaði. Tómas Tómasson, Arnþór Guðmundsson og Haukur Óskarsson áttu allir líka mjög góða spretti í leiknum.

Strákarnir spila á móti Svíum seinna í dag og þar verða öflugri andstæðingar á ferðinni. Íslenska liðið leyfði sér að tapa 34 boltum til Norðmanna í leiknum í dag og Benedikt hefur örugglega talað um það að þeir verða passa boltann betur gegn heimamönnum í kvöld en Svíar unnu Finna 74-66 í fyrsta leik sínum í gær.

16 ára strákar: Ísland-Noregur 98-45
Stigaskorið:
Þorgrímur Björnsson 14 stig (16 fráköst, 3 varin, 3 stolnir)
Ægir Þór Steinarsson 13 (8 stoðsendingar, 7 fráköst, 3 stolnir)
Tómas Tómasson 13 (hitti úr 6 af 7 skotum, 3 stolnir, 3 stoðs., 13 mín.)
Arnþór Guðmundsson 11 (6 stoðsendingar)
Haukur Óskarsson 11 (11 mín., hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum)
Haukur Helgi Pálsson 10 (6 fráköst)
Trausti Eiríksson 8 (9 fráköst)
Daði Berg Grétarsson 7 (3 stoðsendingar)
Arnar Pétursson 5
Egill Egilsson 3 (5 fráköst, 3 stolnir, 11 mín.)
Ívar Hákonarson 3

Stelpurnar í 18 ára landsliðinu stóðu vel í heimastúlkum í sínum fyrsta leik en urðu að sætta sig við 14 stiga tap, 49-63, eftir að hafa misst þær sænsku frá sér í lokin. Sænska liðið var með frumkvæðið allan leikinn en íslenska liðið gaf ekkert eftir, kom muninum niður í 3 stig, 36-39, þegar 15 mínútur voru eftir og hélt í við sænsku stöllur sínar alveg fram í fjórða leikhluta.

Sænska liðið var 44-39 yfir fyrir lokaleikhlutann en vann hann 29-10 og þar með leikinn með fyrrnefndum 14 stigum. Þegar liðin mættust síðast fyrir tveimur árum í 16 ára liðinu þá unnu þær sænsku með 40 stigum (39-79) þannig að íslensku stelpurnar hafa bætt sig mikið á þessum 24 mánuðum.

Ágúst Björgvinsson þjálfari íslenska liðsins var duglegur að skipta inn á enda með jafnt lið og margar stelpur sem geta látið til sín taka inn á vellinum. Það verður spennandi að sjá hvernig gengur hjá þeim í kvöld þegar þær spila við Finna en Finnar unnu þær með 39 stigum, 38-77, á þessu móti fyrir tveimur árum.

18 ára stelpur: Ísland-Svíþjóð 49-63
Stigaskorið:
Unnur Tara Jónsdóttir 9 stig (4 stoðsendingar, 3 fráköst, 3 stolnir)
Íris Sverrisdóttir 9 (4 fráköst)
Ingibjörg Jakobsdóttir 8
Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5
Margrét Kara Sturludóttir 4
Klara Guðmundsdóttir 4
Hafrún Hálfdánaradóttir 3 (4 fráköst)
Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2
María Lind Sigurðardóttir 2
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2
Berglind Anna Magnúsdóttir 1
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Það var vel mætt á úrslitkeppnina 2008 þegar ÍR tók á móti Keflavík „Hellinum
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið