© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.5.2007 | 14:33 | OOJ
Sigur og tap í fyrri leik liðanna sem spila tvo leiki í dag
Þorgrímur Björnsson var með flott tvennu, 14 stig og 16 fráköst.
Það verður nóg að gera hjá 16 ára strákunum og 18 ára stelpunum á Norðurlandamótinu í Solna í dag því bæði lið spila tvo leiki á sínum fyrsta keppnisdegi. 16 ára strákarnir unnu flottan 43 stiga sigur á Norðmönnum í fyrri leik sínum áðan og á sama tíma spiluðu 18 ára stelpurnar góðan leik á móti heimastúlkum í Svíþjóð en urðu á endanum að sætta sig við 14 stig tap, 49-63.

16 ára strákarnir léku mjög vel í sínum fyrsta leik og unnu mjög öruggan 43 stiga sigur, 98-55, á Norðmönnum. Það var ljóst strax frá byrjun að íslensku strákarnir voru tilbúnir í fyrsta landsleik 1991-árgangsins. Liðið skoraði 32 stig og tók 22 fráköst í fyrsta leikhlutanum og var komið í 32-13 eftir 10 mínútur. Íslenska liðið hélt síðan mjög góðum tökum á leiknum, Benedikt Guðmundsson þjálfari leyfði öllum að spila og allir nema einn komust á blað. Ísland var 62-33 yfir í hálfleik og með 43 stiga forustu, 84-41, fyrir lokaleikhlutann.

Aðeins tveir leikmenn liðsins höfðu leikið landsleik áður og því var gaman að fylgjast með strákurnum ná svona fljótt úr sér skrekknum og spila svona vel í sínum fyrsta landsleik. Þorgrímur Björnsson var mjög góður með 14 stig og 16 fráköst og fyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson var nálægt þrefaldri tvennu með 13 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst á þeim 22 mínútum sem hann spilaði. Tómas Tómasson, Arnþór Guðmundsson og Haukur Óskarsson áttu allir líka mjög góða spretti í leiknum.

Strákarnir spila á móti Svíum seinna í dag og þar verða öflugri andstæðingar á ferðinni. Íslenska liðið leyfði sér að tapa 34 boltum til Norðmanna í leiknum í dag og Benedikt hefur örugglega talað um það að þeir verða passa boltann betur gegn heimamönnum í kvöld en Svíar unnu Finna 74-66 í fyrsta leik sínum í gær.

16 ára strákar: Ísland-Noregur 98-45
Stigaskorið:
Þorgrímur Björnsson 14 stig (16 fráköst, 3 varin, 3 stolnir)
Ægir Þór Steinarsson 13 (8 stoðsendingar, 7 fráköst, 3 stolnir)
Tómas Tómasson 13 (hitti úr 6 af 7 skotum, 3 stolnir, 3 stoðs., 13 mín.)
Arnþór Guðmundsson 11 (6 stoðsendingar)
Haukur Óskarsson 11 (11 mín., hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum)
Haukur Helgi Pálsson 10 (6 fráköst)
Trausti Eiríksson 8 (9 fráköst)
Daði Berg Grétarsson 7 (3 stoðsendingar)
Arnar Pétursson 5
Egill Egilsson 3 (5 fráköst, 3 stolnir, 11 mín.)
Ívar Hákonarson 3

Stelpurnar í 18 ára landsliðinu stóðu vel í heimastúlkum í sínum fyrsta leik en urðu að sætta sig við 14 stiga tap, 49-63, eftir að hafa misst þær sænsku frá sér í lokin. Sænska liðið var með frumkvæðið allan leikinn en íslenska liðið gaf ekkert eftir, kom muninum niður í 3 stig, 36-39, þegar 15 mínútur voru eftir og hélt í við sænsku stöllur sínar alveg fram í fjórða leikhluta.

Sænska liðið var 44-39 yfir fyrir lokaleikhlutann en vann hann 29-10 og þar með leikinn með fyrrnefndum 14 stigum. Þegar liðin mættust síðast fyrir tveimur árum í 16 ára liðinu þá unnu þær sænsku með 40 stigum (39-79) þannig að íslensku stelpurnar hafa bætt sig mikið á þessum 24 mánuðum.

Ágúst Björgvinsson þjálfari íslenska liðsins var duglegur að skipta inn á enda með jafnt lið og margar stelpur sem geta látið til sín taka inn á vellinum. Það verður spennandi að sjá hvernig gengur hjá þeim í kvöld þegar þær spila við Finna en Finnar unnu þær með 39 stigum, 38-77, á þessu móti fyrir tveimur árum.

18 ára stelpur: Ísland-Svíþjóð 49-63
Stigaskorið:
Unnur Tara Jónsdóttir 9 stig (4 stoðsendingar, 3 fráköst, 3 stolnir)
Íris Sverrisdóttir 9 (4 fráköst)
Ingibjörg Jakobsdóttir 8
Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5
Margrét Kara Sturludóttir 4
Klara Guðmundsdóttir 4
Hafrún Hálfdánaradóttir 3 (4 fráköst)
Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2
María Lind Sigurðardóttir 2
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2
Berglind Anna Magnúsdóttir 1
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Landslið karla sem lék í C riðli Evrópukeppninnar í Sion í Sviss í apríl 1981. Aftari röð frá vinstri: Agnar Friðriksson fararstjóri, Kristinn Stefánsson aðstoðarþjálfari, Steinn Sveinsson fararstjóri, Torfi Magnússon Val, Símon Ólafsson Fram, Pétur Guðmundsson Val, Jónas Jóhannesson Njarðvík, Valur Ingimundarson Njarðvík, Gísli Gíslason ÍS og Einar Bollason þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Þorvarðarson Njarðvík, Jón Sigurðsson KR, Kristinn Jörundsson ÍR, Ríkharður Hrafnkelsson Val, Ágúst Líndal KR og Kristján Ágústsson Val.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið