S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
16.5.2007 | 22:31 | OOJ
Ekki góð byrjun á fyrsta degi Norðurlandamótsins
Lóa Dís Másdóttir tók 17 fráköst gegn Finnum í kvöld. Mynd: Snorri Örn
Sextán ára stelpurnar byrjuðu leikinn mjög vel á móti Finnum og héldu í við finnsku stelpurnar í fyrsta leikhlutanum sem endaði 15-23 fyrir Finna. Finnar skoruðu sjö fyrstu stig annars leikhlutans og eftir það var á brattan að sækja fyrir íslensku stelpurnar sem voru flestar að spila sinn fyrsta landsleik. Finnar voru 21-47 yfir í hálfleik og komnar með 24 stiga forskot, 37-61, fyrir lokaleikhlutann. Íslensku stelpurnar hittu ekki vel í leiknum (15 af 71, 21%) en þær börðust vel, tóku 22 sóknarfráköst og voru duglegar að sækja að körfunni en alls fór liðið 31 sinni á vítalínuna í leiknum. Bestu leikmenn liðsins voru Kormáksstelpurnar Lóa Dís Másdóttir og Salbjörg Sævarsdóttir sem saman skoruðu 16 stig og tóku 21 frákast. Lóa Dís tók 10 af 17 fráköstum sínum í fyrsta leikhlutanum og fór fyrir liði sínu eins og sannur fyrirliði. 16 ára stelpur: Ísland-Finnland 49-78 Stigaskorið: Salbjörg Sævarsdóttir 10 stig (4 fráköst, 5 fiskaðar villur) Guðbjörg Sverrisdóttir 8 stig (7 fráköst, 3 stolnir) Lóa Dís Másdóttir 6 stig (17 fráköst, 2 stoðsendingar) Heiðrún Hödd Jónsdóttir 6 stig (hitti úr 2 af 4 þriggja stiga skotum) Elma Jóhannsdóttir 5 stig (7 fráköst) Rannveig Ólafsdóttir 4 stig Heiðrún Kristmundsdóttir 4 stig (5 fráköst) Þorbjörg Friðriksdóttir 4 stig María Ben Jónsdóttir 2 stig Átján ára strákarnir sáu aldrei til sólar gegn Dönum þrátt fyrir að hafa farið vel af stað og skorað fimm fyrstu stig leiksins. Danir svöruðu með 17 stigum í röð, voru komnir 17 stigum yfir í hálfleik, 24-41 og gerðu út um leikinn með góðri byrjun í þriðja leikhlutanum. Íslenska liðið var augljóslega þreytt eftir ferðalag dagsins en það afsakar þó ekki afar dapran leik þar sem liðið var langt frá sínu besta. Það var öllum ljóst sem á horfðu að íslensku strákarnir voru að spila langt undir getu í leiknum. Það mátti lesa úr augum þeirra eftir leikinn að ætlun þeirra allra er gera mun betur í næsta leik sem verður á móti Norðmönnum á morgun. Enginn leikmaður liðsins skoraði meira en átta stig og liðið var með fimm fleiri tapaða bolta (24) en skoraðar körfur (19). Danir áttu hinsvegar algjöran draumaleik og eru til alls líklegir á mótinu haldi þeir uppteknum hætti í næstu leikjum. 18 ára strákar: Ísland-Danmörk 52-87 Stigaskorið: Þröstur Leó Jóhannsson 8 stig Ari Gylfason 8 stig Björgvin Valentínusarson 8 stig Hjörtur Hrafn Einarsson 7 stig Rúnar Ingi Erlingssson 4 stig (5 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 stolnir) Örn Sigurðarson 4 stig Elías Kristjánsson 4 stig Atli Rafn Hreinsson 4 stig Páll Fannar Helgason 3 stig Baldur Ragnarsson 2 stig |