© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
15.5.2007 | 14:42 | OOJ
Spila fyrsta leikinn sinn stuttu eftir komuna til Svíþjóðar
Lóa Dís Másdóttir er fyrirliði 16 ára liðs kvenna. Myndir: Snorri Örn
Norðurlandamót unglinga hefst í Svíþjóð á morgun. Sextán ára landsliðið stelpna hefur leik gegn Finnum klukkan 17.00 eða stuttu eftir komuna til Svíþjóðar og það gefst því ekki langur tími fyrir stelpurnar að ná úr sér flugþreytunni. Heimasíðan kynnir unglingalandsliðin sem eru á leiðinni til Solna.

Leikmenn liðsins koma frá sjö félögum. Haukar eiga flesta leikmenn í hópnum eða þrjár en tveir leikmenn koma frá bæði Hrunamönnum, Kormáki og Keflavík. Njarðvík, KR og Snæfell eiga síðan öll einn leikmann í tólf manna hópnum.

Meira en helmingur liðsins er að spila upp fyrir sig þar af er Keflvíkingurinn María Ben Jónsdóttir yngst en hún er fædd 1993 og er því að spila tvö ár upp fyrir sig. Haukastúlkurnar þrjár, sem eru fæddar árið 1992 náðu því í vetur að verða Íslands- og bikarmeistarar í bæði 1991 og 1992 árganginum.

Sextán ára landslið kvenna náði sínum besta árangri vorið 2004 þegar liðið varð Norðurlandameistari en liðið hefur ekki náð í verðlaun á tveimur síðustu mótum.

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir úr Kormáki er reyndasti leikmaður liðsins en hún hefur spilað 13 landsleiki. Salbjörg er aðeins ein af þremur leikmönnum liðsins sem á að baki leiki í íslenska landsliðsbúningnum og sú eina sem hefur komið áður á Norðurlandamót í Solna. Hinar tvær sem eiga að baki landsleiki eru Guðbjörg Sverrisdóttir úr Haukum og Lóa Dís Másdóttir úr Kormáki.

16 ára liða kvenna

Leikir liðsins: (Íslenskur tími)
Miðvikudagur 16. maí 17:00 Ísland-Finnland
Fimmtudagur 17. maí 16:30 Ísland-Danmörk
Föstudagur 18. maí 15:00 Ísland-Svíþjóð
Laugardagur 19. maí 13:00 Ísland-Noregur
Á sunnudeginum, 20. maí, er síðan leikið um sæti

Bakverðir:


Guðbjörg Sverrisdóttir Varafyrirliði
Númer á treyju: 4
Félag: Haukar
Fæðingarár: 1992
Hæð: 179 sm
Landsleikir/stig: 7 leikir, 13 stig
Reynsla af NM: Fyrsta skipti


Rannveig Ólafsdóttir
Númer á treyju: 5
Félag: Haukar
Fæðingarár: 1992
Hæð: 167 sm
Landsleikir/stig: Nýliði
Reynsla af NM: Fyrsta skipti


Heiðrún Kristmundsdóttir
Númer á treyju: 6
Félag: UMF Hrunamanna
Fæðingarár: 1992
Hæð: 167 sm
Landsleikir/stig: Nýliði
Reynsla af NM: Fyrsta skipti


Dagmar Traustadóttir
Númer á treyju: 8
Félag: Njarðvík
Fæðingarár: 1992
Hæð: 170 sm
Landsleikir/stig: Nýliði
Reynsla af NM: Fyrsta skipti


Heiðrún Hödd Jónsdóttir
Númer á treyju: 10
Félag: Haukar
Fæðingarár: 1991
Hæð: 177 sm
Landsleikir/stig: Nýliði
Reynsla af NM: Fyrsta skipti


Framherjar:


Elma Jóhannsdóttir
Númer á treyju: 9
Félag: UMF Hrunamanna
Fæðingarár: 1992
Hæð: 176 sm
Landsleikir/stig: Nýliði
Reynsla af NM: Fyrsta skipti


Helga Hjördís Björgvinsdóttir
Númer á treyju: 12
Félag: Snæfell
Fæðingarár: 1991
Hæð: 177 sm
Landsleikir/stig: Nýliði
Reynsla af NM: Fyrsta skipti


Lóa Dís Másdóttir Fyrirliði
Númer á treyju: 14
Félag: Kormákur
Fæðingarár: 1991
Hæð: 179 sm
Landsleikir/stig: 7 leikir, 6 stig
Reynsla af NM: Fyrsta skipti


Salbjörg Ragna Sævarsdóttir
Númer á treyju: 15
Félag: Kormákur
Fæðingarár: 1991
Hæð: 185 sm
Landsleikir/stig: 11 leikir, 4 stig
Reynsla af NM: Annað skipti (4 leikir, 2 stig)


Miðherjar:


María Ben Jónsdóttir
Númer á treyju: 7
Félag: Keflavík
Fæðingarár: 1993
Hæð: 183 sm
Landsleikir/stig: Nýliði
Reynsla af NM: Fyrsta skipti


Sara Mjöll Magnúsdóttir
Númer á treyju: 11
Félag: Keflavík
Fæðingarár: 1992
Hæð: 180 sm
Landsleikir/stig: Nýliði
Reynsla af NM: Fyrsta skipti


Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir
Númer á treyju:
Félag: KR
Fæðingarár: 1991
Hæð: 179 sm
Landsleikir/stig: Nýliði
Reynsla af NM: Fyrsta skipti


Þjálfari:


Þjálfari liðsins er Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks í Iceland Express deild kvenna. Þetta verður í annað skipti sem Yngvi fer með lið á Norðurlandamót í Solna.

Yngvi Gunnlaugsson á NM:
2006 16 ára landslið kvenna (1990) 5. sæti 0-4, 0%
4 leikir - 0 sigrar, 4 tap - 0% sigurhlutfall

Sagan:

Sigurhlutfall 16 ára landsliðs kvenna eftir árum:
2003 (1986) 1-4, 20%
2004 (1988) 4-1, 80%
2005 (1989) 1-4, 20%
2006 (1990) 0-4, 0%
Samtals: 19 leikir, 6 sigrar, 13 töp, 32%

Sætaskipan 16 ára landsliðs kvenna:
1. sæti - (1) 2004
2. sæti - (0)
3. sæti - (0)
4. sæti - (2) 2003, 2005
5. sæti - (1) 2006

Gengi 16 ára landsliðs kvenna gegn þjóðum:
Danmörk - (5 leikir) 1 sigur og 4 töp, 20%
Finnland - (5 leikir) 1 sigur og 4 töp, 20%
Noregur - (4 leikir) 3 sigrar og 1 töp, 75%
Svíþjóð - (5 leikir) 1 sigur og 4 töp, 20%
Samtals: 19 leikir, 6 sigrar, 13 töp, 32%

Norðurlandameistarar 16 ára landsliða kvenna:
2003 - Svíþjóð
2004 - Ísland
2005 - Svíþjóð
2006 - Svíþjóð

Metin á NM 2003-2006:
Flestir leikir
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 10
Bryndís Guðmundsdóttir 10
Helena Sverrisdóttir 10
Margrét Kara Sturludóttir 10
María Ben Erlingsdóttir 10
Hafrún Hálfdánardóttir 9
Alma Rut Garðarsdóttir 9
Ingibjörg Jakobsdóttir 9
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 9

Flest stig
Helena Sverrisdóttir 266
María Ben Erlingsdóttir 123
Alma Rut Garðarsdóttir 67
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 63
Bryndís Guðmundsdóttir 55
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 54
Margrét Kara Sturludóttir 51
Unnur Tara Jónsdóttir 47
Hafrún Hálfdánardóttir 45
Íris Sverrisdóttir 35
Pálína María Gunnlaugsdóttir 31
Ösp Jóhannsdóttir 30

Flest stig að meðaltali í leik
Helena Sverrisdóttir 26,6
María Ben Erlingsdóttir 12,3
Unnur Tara Jónsdóttir 9,4
Alma Rut Garðarsdóttir 7,4
Íris Sverrisdóttir 7,0
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 6,3
Pálína María Gunnlaugsdóttir 6,2

Flest stig í einum leik
Helena Sverrisdóttir 46 (21.5.2004, Finnland)
Helena Sverrisdóttir 45 (23.5.2004, Svíþjóð)
Helena Sverrisdóttir 29 (20.5.2004, Danmörk)
Helena Sverrisdóttir 27 (19.5.2004, Svíþjóð)
Helena Sverrisdóttir 27 (31.5.2003, Danmörk)
Helena Sverrisdóttir 25 (30.5.2003, Noregur)
María Ben Erlingsdóttir 23 (21.5.2004, Finnland)



Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Teitur Örlygsson, leikmaður Njarðvíkur og núverandi þjálfari Stjörnunar er hér í Valsmótinu í gamla Valsheimilinu og í ókunnugri treyju. Ætla má að Njarðvíkingar hafi einungis haft hvíta settið með í þetta sinn og því þurft að fá lánaðan dökkan búning hjá Valsmönnum í þessum leik, sem að öllum líkindum er gegn Guðjóni Skúlasyni og félögum í Keflavík.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið