© 2000-2020 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.5.2007 | 17:10 | oddur
Æfingaleikir hjá yngri landsliðunum
Frá bikarúrslitum yngri flokka fyrr í vetur
Nú er undirbúningur yngri landsliða fyrir Norðurlandamótið í Solna í fullum gangi. Liðin eru að æfa stíft og stefna á að leika æfingaleiki áður en haldið er til Svíþjóðar.

U18 ára lið karla mun leika æfingaleik klukkan 14:00 á morgun í Njarðvík gegn Suðurnesjaúrvali. Liðið stefnir síðan á að mæta styrktu liði KR klukkan 18:00 á mánudag í Kennaraháskólanum, en KR liðið mun fá nokkra drengi af höfðuborgarsvæðinu til þess að leggja sér lið í leiknum.

U16 ára lið karla mun leika æfingaleik í Þorlákshöfn á sunnudag klukkan 12:00. Heimamenn munu taka á móti þeim með úrvalshópi af Suðurlandi.

U18 ára lið kvenna mun leika æfingaleik við Hauka klukkan 20:00 á mánudaginn að Ásvöllum í Hafnarfirði. Þær stefna svo á að leika við U16 ára lið kvenna á þriðjudag.

U16 ára lið kvenna stefnir á að leika 1993 árgang drengja hjá Breiðablik og við 18 ára lið kvenna eins og áður sagði.

Það er gaman fyrir áhugasama að kíkja á einhverja af þessum leikjum og sjá efnilegustu leikmenn landsins spreyta sig í æfingaleikjunum.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Þóra Melsted, formaður unglinganefndar KKÍ, og Anna María Ævarsdóttir, leikmaður U18 kvenna, á Norðurlandamótinu í Svíþjóð árið 2004.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið