© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
3.5.2007 | 21:34 | oddur
Danskt lið í keppnisferð á Íslandi
Danska liðið BK Amager. Á myndina vantar tvo leikmenn liðsins
Um þessar mundir eru danskar minniboltastelpur frá BK Amager í heimsókn á Íslandi. Amagerstelpurnar munu nýta tímann vel á Íslandi, leika nokkra æfingaleiki, taka þátt í æfingamóti og skoða land og þjóð.

Dönsku stelpurnar eru fæddar árið 1996. Liðið er þjálfað af Gunni Bjarnadóttur og hefur hún verið með liðið í þrjú ár. Gunnur er að gera mjög góða hluti með lið sitt því þær eru taldar vera með besta liðið í Kaupmannahöfn í 1996-aldursflokknum. Á sínum yngri árum lék Gunnur körfu með ÍR og var góð í sinni íþrótt.

Á föstudaginn munu Amagerstelpurnar leika við Fjölni (1995/1996) og mun sá leikur fara fram í Dalhúsum kl. 17:00. Eftir leikinn munu liðin fara saman á veitingastað og snæða flatbökur.

Á laugardaginn fer Amager til Grindavíkur. Hinn góði og duglegi körfuknattleiksþjálfari Ellert Magnússon hefur skipulagt sex liða mót sem byrjar kl. 12:00 og lýkur um kl. 17:00.

Á sunnudaginn munu dönsku stelpurnar heimsækja KR-inga í DHL höllinni og leika tvo leiki. Fyrri leikurinn byrjar kl. 10:30 og í þeim leik mun Amager leika við 1995-stelpurnar í KR. Seinni leikurinn hefst kl. 13:00 og verður hann á milli Amager og hóps af KR-stelpum sem eru fæddar 1997, 1996 og 1994.


Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Körfuknattleiksfólk úr ÍR, bæði meistaraaflokki karla og kvenna, auk yngri flokka, í hópmyndatöku, líklega 1984.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið