© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
16.3.2007 | 10:23 | oddur
Úrslitakeppnin heldur áfram í kvöld
2 leikir verða í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í kvöld. Njarðvík fær Hamar/Selfoss í heimsókn og Skallagrímur mætir UMFG í Borgarnesi.

Njarðvíkingar voru efstir eftir deildarkeppnina en Hamar/Selfoss náði 8. og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina. Það eru því flestir sem að spá Njarðvík sigri í kvöld. ÍR-ingar sýndu þó í gær að þó að allt getur gerst og Hamar/Selfoss hefur oft leikið vel gegn toppliðunum í vetur. Njarðvík sigraði báða leiki liðanna í vetur. Fyrri leikurinn endaði 72-41 en þá léku Hamar/Selfoss án Bandarísks leikmanns. Seinni leikurinn var jafnari en hann endaði 69-75. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Hamar/Selfoss nái að skella Íslandsmeisturunum.

Skallagrímur og UMFG voru í 4. og 5. sæti eftir deildarkeppnina og ætti þetta því að verða jöfn og spennandi viðureign. Liðin voru í sömu stöðu í fyrra en þá sigraði Skallagrímur einvígið 2-0. Grindavík hefur verið á góðri siglingu undanfarið og eru staðráðnir í að hefna ófaranna síðan í fyrra. Skallagrímur sigraði báða leiki liðanna í Iceland Express deildinni í vetur, fyrri leikur liðanna endaði 83-74 í Borgarnesi. Seinni leikurinn, í Grindavík, var hnífjafn en hann endaði 83-84.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Íslensku liðin fengu góðan stuðning í leikjum sínum á NM2006.  Hér sést hluti stuðningshópsins í úrslitaleik U18 karla.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið