S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
|||
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
15.3.2001 | 11:48 | bl
Úrslitakeppnin hefst í kvöld
Ljóst er að sjaldað eða aldrei hefur verið jafn mikil spenna í körfuboltanum og jafn mörg lið gert tilkall til titilsins. Deildin í vetur var mjög jöfn og spennandi allt fram á lokaleikina fyrir viku síðan. Óvænt úrslit hafa einkennt deildina í vetur og spurning hvort áframhald verður á því í úrslitakeppninni. Veikindi hafa sett strik í reikninginn hjá liðunum að undanförnu og spurning hvar flensan stigur sér niður næst. Á blaðamannafundi KKÍ í gær, þar sem úrslitakeppnin var kynnt kom meðal annars fram að nokkrir leikmanna Grindavíkur liggja í rúminu. Einnig verður gaman að sjá nýja leikmenn spreyta sig, en það eru skóladrengir frá Bandaríkjunum sem eru á heimleið í frí og ætla að leika með liðum sínum nokkra leiki í úrslitakeppninni. Þetta eru þeir Fannar Ólafsson Keflavík og Baldur Ólafsson KR. Þá hemur KR einnig fengið leikheimild fyrir þá Steinar Kaldal og Jakob Sigurðarson. Fylgst verður með gangi mála í leikjum kvöldsins hér á kki.is í kvöld. |