© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
20.9.2015 | 10:03 | Kristinn | EuroBasket 2015
EuroBasket 2015 · Úrslitaleikurinn í dag


Eftir átta leiki á 13 dögum er komið að úrslitaleiknum hjá Litaháen og Spáni í dag. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Lið Spánar getur orðið fyrsta liðið síðan fyrrum ríki Júgóslavíu til að ná þrjá titla á síðustu fjórum Evrópumótum en Júgóslavía afrekaði það 1995-2001. Spánverjar léku með okkur íslendingum í B-riðli í Berlín og töpuðu tveim leikjum í riðlakeppninni en hafa síðan þá unnið rest og eru komnir í úrslitaleikinn. Sergio Scariolo þjálfari Spánar er á sínu þriðja móti og hefur farið heim með titilinn í tvö skipti og getur því orðið meistari í þriðja sinn með Spáni í dag.

Litháen urðu Evrópumeistarar 2003 og lögðu einmitt Spán í úrslitaleiknum það árið. Í ár hafa Litháar leikið sex leiki sem hafa unnist með fimm stigum eða minna. Þeir töpuðu einum leik í riðlakeppninni á flautukörfu en hafa annars unnið alla leiki sína á mótinu.

Litháen hefur nú afrekað það vinna sér inn þátttökurétt á öllum Ólympíuleikum síðan landið fékk sjálfstæði frá Rússlandi 1991 sem er mikið afrek en þau lið sem enda í efrihluta EM vinna sér inn rétt á Ólympíuleikana.

Margra augu verða á tveim leikmönnum í úrslitaleiknum í dag, þeim Pau Gasol og Jonas Valanciunas, og einvígi þeirra í teignum. Báðir hafa leikið frábærlega á mótinu og hefur til að mynda Pau Gasol náð þrem tölfræði tvennum og Jonas fjórum. Jonas Maciulis hefur leikið frábærlega á mótinu fyrrir Litháen en hann er leikmaður Real Madrid á Spáni ásamt fimm leikmönnum Spánar sem er skemmtileg staðreynd.

Það verða svo Frakkland og Serbía sem leika um bronsið á undan úrslitaleiknum á sunnudag kl. 12:00 að íslenskum tíma og verða báðir leikir í dag í beinni á RÚV og RÚV HD.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Stærstur hluti þeirra dómara sem hófu leik haustið 2006 ásamt Richard Stokes, yfirmanni dómaramála hjá FIBA Europe, og Snorra Erni Arnaldssyni, formanni dómaranefndar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið