S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
8.3.2001 | 15:50 | BL
Helgi Jónas og félagar í undanúrslit Korac-cup
Helgi Jónas lék í 20 mínútur, skoraði 3 stig og tók 5 fráköst. Hann var settur til höfuðs Calabria, besta leikmanni Trieste, og sá skoraði ekki stig meðan Helga gætti hans. Clabria þessi lék áður með North Carolina-háskólanum í Bandaríkjunum. Ieper varð að vinna leikinn með meira en 12 stiga mun og ekki er annað hægt að segja en lokasekúndur leiksins í gær hafi verið dramatískar. Ieper var 9 stigum yfir þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. Einn leikmanna Trieste fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu, Michael Huger skoraði úr báðum vítaskotunum og eftir innkastið reyndi hann þriggja stiga skot. Það geigaði en Larry Davis náði sóknarfrákastinu og skoraði körfuna sem tryggði Ieper sæti í undanúrslitum keppninnar. Þar mætir Ieper júgóslavneska liðinu KK Hemofarm Vrsac. Leikirnir fara fram 21. og 28. mars og er fyrri leikurinn í Júgóslavíu. Ieper er fjórða belgíska félagið í sögunni sem kemst svo langt í Evrópukeppni. Casteels þjálfari Ieper sagði eftir leikinn að hans menn yrðu að hafa trú á því að þeir gætu komist alla leið í úrslit, þá gæti allt gerst. |