© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
2.11.2006 | 13:08 | OOJ
Steven Thomas besti leikmaðurinn í annað skiptið
Steven Thomas hjá Grindavík. Mynd: Karfan.is
Steven Thomas, framherjinn sterki hjá Grindavík, stóð sig best í 4. umferð Iceland Express deildar karla samkvæmt þeirri viðamiklu tölfræði sem er tekin saman um leikmenn í leikjum deildarinnar. Thomas fékk 47 í einkunn á leikvarpinu en sú einkunn er reiknuð út á sama hátt og Efficiency jafnan í NBA-deildinni. Þertta er jafnframt besti einstaki leikur tímabilsins hjá einum leikmanni. Fimmta umferðin hefst í kvöld með fjórum leikjum Á Ásvöllum, í Njarðvík, í Seljaskóla og í Þorlákshöfn og líkur síðan með leikjum í Grafarvogi og Hveragerði á föstudagskvöldið.

Steven Thomas átti frábæran leik í 103-71 stórsigri Grindavíkur á ÍR í Röstinni en Grindavík hefur, eins og Íslandsmeistarar Njarðvíkur, unnið fyrstu fjóra leiki sína í Iceland Express deildinni. Thomas var með 39 stig, 11 fráköst og 2 varin skot í leiknum en hann nýtti 17 af 21 skoti sínu utan af velli, setti niður 5 af 7 vítum og tapaði aðeins einum bolta. Njarðvíkingurinn Brenton Birmingham var efstur af íslensku leikmönnunum en hann fékk 29 í einkunn fyrir frammistöðu sína gegn Tindastól.

Steven Thomas hjá Grindavík skoraði flest stig í 4. umferðinni (39), Darrell Flake hjá Skallagrími tók flest fráköst (13), Tyson Patterson hjá KR gaf flestar stoðsendingar (9), Sverrir Þór Sverrisson úr Keflavík stal flestum boltum (6), Egill Jónasson úr Njarðvík varði flest skot (5) og Jeb Ivey úr Njarðvík skoraði flestar þriggja stiga körfur eða alls 7.

Fimmta umferð Iceland Express deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Toppliðin Njarðvík og Grindavík mætast í Njarðvík en þau eru einu taplausu liðin í deildinni, Haukar taka á móti KR á Ásvöllum , Bárður Eyþórsson og ÍR-ingar fá gömlu lærisveina Bárðs í Snæfelli í heimsókn í Seljaskóla og þá mætast Þór og Keflavík í Þorlákshöfn. Á morgun mætast síðan Fjölnir og Skallagrímur í Grafarvogi og Hamar/Selfoss fær Tindastól í heimsókn í Hveragerði. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.

Hæsta framlag í 4. umferð Iceland Express deildar karla:
1. Steven Thomas Grindavík 47
2. Tyson Patterson KR 39
3. Bol Johnston Þór Þ. 31
4. Brenton Birmingham Njarðvík 29
4. Darrell Flake Skallagrímur 29
6. Kevin Smith Haukar 28
7. Friðrik Stefánsson Njarðvík 27
8. Jeb Ivey Njarðvík 26
9. Magni Hafsteinsson Snæfell 23
10. Lamar Karim Tindastóll 22
10. Tim Ellis Keflavík 22
12. Morten Þór Szmiedowicz Haukar 21
12. LaMar Owen ÍR 21
12. George Byrd Hamar/Selfoss 21
15. Fannar Ólafsson KR 20
15. Bojan Bojovic Hamar/Selfoss 20
15. Ómar Örn Sævarsson ÍR 20
18. Arnar Freyr Jónsson Keflavík 19
18. Justin Shouse Snæfell 19
18. Páll Axel Vilbergsson Grindavík 19

Hæsta framlag á hverjar 40 mínútur í 4. umferð Iceland Express deildar karla:
(Lágmark er að hafa spilað 15 mínútur í leiknum)
1. Steven Thomas Grindavík 55,3
2. Sveinn Blöndal Skallagrímur 48,0
3. Tyson Patterson KR 43,3
4. Peter Heizer KR 34,7
5. Magni Hafsteinsson Snæfell 34,1
6. Kevin Smith Haukar 33,9
7. LaMar Owen ÍR 32,3
8. Darrell Flake Skallagrímur 32,2
9. Fannar Ólafsson KR 32,0
10. Jón Ólafur Jónsson Snæfell 31,4

Flest stig í 4. umferð Iceland Express deildar karla:
1. Steven Thomas Grindavík 39
2. Jeb Ivey Njarðvík 30
3. Lamar Karim Tindastóll 27
4. Kevin Smith Haukar 26
4. Thomas Soltau Keflavík 26
6. Tyson Patterson KR 25
7. Bol Johnston Þór Þ. 24
8. Tim Ellis Keflavík 21
8. Friðrik Stefánsson Njarðvík 21
10. Magni Hafsteinsson Snæfell 20

Flest fráköst í 4. umferð Iceland Express deildar karla:
1. Darrell Flake Skallagrímur 13
2. Friðrik Stefánsson Njarðvík 12
3. Patrick Oliver Fjölnir 11
3. George Byrd Hamar/Selfoss 11
3. Steven Thomas Grindavík 11
3. Páll Kristinsson Grindavík 11

Flestar stoðsendingar í 4. umferð Iceland Express deildar karla:
1. Tyson Patterson KR 9
2. Adam Darboe Grindavík 7
2. Bol Johnston Þór Þ. 7
2. Justin Shouse Snæfell 7
5. Lárus Jónsson Hamar/Selfoss 6
5. Sverrir Þór Sverrisson Keflavík 6

Tíu bestu einkunnir tímabilsins til þessa:
1. Steven Thomas (Grindavík-ÍR 30.10.2006) 47
2. Steven Thomas (Grindavík-Haukar, 22.10.2006) 43
3. Tyson Patterson (KR-Fjölnir, 29.10.2006) 39
3. Damon Bailey (Þór Þ.-Tindastóll, 24.10.2006) 39
5. Nemanja Sovic (Fjölnir-Keflavík, 27.10.2006) 38
6. Jermaine Williams (Keflavík-KR, 23.10.2006) 36
6. Darrell Flake (Skallagrímur-KR, 26.10.2006) 36
8. Lamar Karim (Tindastóll-ÍR, 27.10.2006) 34
9. Jermaine Williams (Keflavík-Skallagrímur, 19.10.2006) 33
10. Bol Johnston (Þór Þ.-Snæfell, 30.10.2006) 31
10. Tyson Patterson (KR-Keflavík, 23.10.2006) 31
10. Hlynur Bæringsson (Snæfell-KR, 20.10.2006) 31
10. Páll Axel Vilbergsson (Grindavík-Þór Þ., 26.10.2006) 31
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Erlingur Hannesson, fararstjóri, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari U18 kk, stigu villtan stríðsdans þegar strákarnir í átján ára liðinu tryggðu sér Norðurlandameistaratitilinn í Solna í Svíþjóð í maí 2009. Strákarnir lögðu Finna í úrslitaleik og þeir félgar stóðust ekki mátið og tóku villt dansspor á parketinu í Solna við mikinn fögnuð viðstaddra.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið