© 2000-2018 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
5.10.2006 | 15:42 | OOJ
29. leikurinn milli þjálfarabræðranna Vals og Sigurðar
Sigurður Ingimundarson hefur haft betur gegn bróður sínum.
Bræðurnir Sigurður og Valur Ingimundarsynir stjórna liðum sínum í 29. skiptið gegn hvorum öðrum þegar Keflavík og Skallagrímur mætast í Laugardalshöllinni klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn er fyrri undanúrslitaleikur Powerade-bikarsins og sigurvegarinn spilar til úrslita við annaðhvort Njarðvík eða KR sem mætast í seinni leiknum klukkan 21.00. Skallagrímsmenn eru í fyrsta skipti komnir svona langt í þessarri keppni en Keflavíkurliðið hefur aðeins misst af þremur úrslitaleikjum í tíu ára sögu keppninnar.

Sigurður Ingimundarson hefur stjórnað Keflavík í öllum þessum 28 leikjum sem þeir ræður hafa mæst í mótsleikjum á vegum KKÍ en Valur hefur stjórnað bæði Tindastól (16) og Skallagrími (12). Sigurður hefur haft betur hingað til, unnið 16 leiki á móti 12 hjá Val. Það voru hinsvegar Skallagrímsmenn undir stjórn Vals sem slógu lærisveina Sigurðar út úr úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar síðasta vor og Sigurður og strákarnir hans í Keflavík eiga því harma að hefna í leiknum í kvöld.

Sigurður hefur haft gott tak á liðum Vals í deildarkeppninni (10 sigrar gegn 4) en í úrslitakeppninni og bikarkeppninni jafnast hinsvegar leikurinn. Valur hefur haft betur í báðum einvígum þeirra bræðra í úrslitakeppninni (lið Vals hafa unnið 6 af 10 leikjum í úrslitakeppnninn) en bæði einvígin fóru alla leið í oddaleik. Í bikarkeppnunum tveimur hafa þeir bræður unnið tvo leiki hvor en Valur hafði betur í eina skiptið sem þeir bræður mættust í Fyrirtækjabikarnum. Sá leikur var í úrslitaleik Eggjabikarsins 14. nóvember 1999 og enduðu Tindastólsmenn þriggja ára og 23 leikja sigurgöngu Keflavíkur í keppninni.

Einvígi bræðranna Sigurðar og Vals Ingimundarsonar:
Deildin: 14 leikir (Sigurður 10 sigrar, Valur 4)
Úrslitakeppni: 10 leikir (Valur 6 sigrar, Sigurður 4)
Bikarkeppni: 3 leikir (Sigurður 2 sigrar, Valur 1)
Fyrirtækjabikar: 1 leikur (Valur 1 sigur, Sigurður 0)
Samtals: 28 leikir (Sigurður 16 sigrar, Valur 12)

Þjálfarasaga Sigurðar Ingimundarsonar í úrvalsdeild:
1996-97 Keflavík 19 sigrar-3 töp (1. sæti) + 8-1 í úrslitakeppni(Íslandsmeistari)
1997-98 Keflavík 13-9 (6.) + 4-3 í úk.
1998-99 Keflavík 20-2 (1.) + 8-3 í úk.(ÍSLM)
1999-00 Keflavík 11-11 (6.) + 1-2 í úk.
2000-01 Keflavík 16-6 (3.) + 4-3 í úk.
2001-02 Keflavík 18-4 (1.) + 5-5 í úk.(2. sæti)
2002-03 Keflavík 17-5 (2.) + 8-1 í úk.(ÍSLM)
2004-05 Keflavík 18-4 (1.) + 8-3 í úk.(ÍSLM)
2005-06 Keflavík 18-4 (1.) + 4-3 í úk.

Þjálfarasaga Vals Ingimundarsonar í úrvalsdeild:
1986-87 Njarðvík 17 sigrar-3 töp (1. sæti) + 4-0 í úrslitakeppni (Íslandsmeistari)
1987-88 Njarðvík 14-2 (1.) + 3-3 í úk.(2. sæti)
1988-89 Tindastóll 7-19 (8.)
1989-90 Tindastóll 10-12 (6.)
1991-92 Tindastóll 17-9 (4.)
1992-93 Tindastóll 10-16 (9.)
1993-94 Njarðvík 20-6 (2.) + 5-3 í úk.(ÍSLM)
1994-95 Njarðvík 31-1 (1.) + 9-3 í úk.(ÍSLM)
1998-99 Tindastóll 11-11 (6.) + 0-2 í úk.
1999-00 Tindastóll 15-7 (4.) + 0-2 í úk.
2000-01 Tindastóll 16-6 (2.) + 6-6 í úk.(2.)
2001-02 Tindastóll 13-9 (4.) + 0-2 í úk.
2002-03 Skallagrímur 4-18 (12.)
2004-05 Skallagrímur 12-10 (5.) + 1-2 í úk.
2005-06 Skallagrímur 15-7 (4.) + 6-5 í úk.(2.)
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá stofnfundi Körfuboltaútgáfunnar ehf. sem gaf út tímaritið “Karfan” árið 1993.  Ólafur Johnson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Einar Bollason, Ólafur Rafnsson, Hannes Ágúst Guðmundsson, Haukur Hauksson, Sverrir Sverrisson og Björn Leósson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið