© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
5.10.2006 | 15:42 | OOJ
29. leikurinn milli þjálfarabræðranna Vals og Sigurðar
Sigurður Ingimundarson hefur haft betur gegn bróður sínum.
Bræðurnir Sigurður og Valur Ingimundarsynir stjórna liðum sínum í 29. skiptið gegn hvorum öðrum þegar Keflavík og Skallagrímur mætast í Laugardalshöllinni klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn er fyrri undanúrslitaleikur Powerade-bikarsins og sigurvegarinn spilar til úrslita við annaðhvort Njarðvík eða KR sem mætast í seinni leiknum klukkan 21.00. Skallagrímsmenn eru í fyrsta skipti komnir svona langt í þessarri keppni en Keflavíkurliðið hefur aðeins misst af þremur úrslitaleikjum í tíu ára sögu keppninnar.

Sigurður Ingimundarson hefur stjórnað Keflavík í öllum þessum 28 leikjum sem þeir ræður hafa mæst í mótsleikjum á vegum KKÍ en Valur hefur stjórnað bæði Tindastól (16) og Skallagrími (12). Sigurður hefur haft betur hingað til, unnið 16 leiki á móti 12 hjá Val. Það voru hinsvegar Skallagrímsmenn undir stjórn Vals sem slógu lærisveina Sigurðar út úr úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar síðasta vor og Sigurður og strákarnir hans í Keflavík eiga því harma að hefna í leiknum í kvöld.

Sigurður hefur haft gott tak á liðum Vals í deildarkeppninni (10 sigrar gegn 4) en í úrslitakeppninni og bikarkeppninni jafnast hinsvegar leikurinn. Valur hefur haft betur í báðum einvígum þeirra bræðra í úrslitakeppninni (lið Vals hafa unnið 6 af 10 leikjum í úrslitakeppnninn) en bæði einvígin fóru alla leið í oddaleik. Í bikarkeppnunum tveimur hafa þeir bræður unnið tvo leiki hvor en Valur hafði betur í eina skiptið sem þeir bræður mættust í Fyrirtækjabikarnum. Sá leikur var í úrslitaleik Eggjabikarsins 14. nóvember 1999 og enduðu Tindastólsmenn þriggja ára og 23 leikja sigurgöngu Keflavíkur í keppninni.

Einvígi bræðranna Sigurðar og Vals Ingimundarsonar:
Deildin: 14 leikir (Sigurður 10 sigrar, Valur 4)
Úrslitakeppni: 10 leikir (Valur 6 sigrar, Sigurður 4)
Bikarkeppni: 3 leikir (Sigurður 2 sigrar, Valur 1)
Fyrirtækjabikar: 1 leikur (Valur 1 sigur, Sigurður 0)
Samtals: 28 leikir (Sigurður 16 sigrar, Valur 12)

Þjálfarasaga Sigurðar Ingimundarsonar í úrvalsdeild:
1996-97 Keflavík 19 sigrar-3 töp (1. sæti) + 8-1 í úrslitakeppni(Íslandsmeistari)
1997-98 Keflavík 13-9 (6.) + 4-3 í úk.
1998-99 Keflavík 20-2 (1.) + 8-3 í úk.(ÍSLM)
1999-00 Keflavík 11-11 (6.) + 1-2 í úk.
2000-01 Keflavík 16-6 (3.) + 4-3 í úk.
2001-02 Keflavík 18-4 (1.) + 5-5 í úk.(2. sæti)
2002-03 Keflavík 17-5 (2.) + 8-1 í úk.(ÍSLM)
2004-05 Keflavík 18-4 (1.) + 8-3 í úk.(ÍSLM)
2005-06 Keflavík 18-4 (1.) + 4-3 í úk.

Þjálfarasaga Vals Ingimundarsonar í úrvalsdeild:
1986-87 Njarðvík 17 sigrar-3 töp (1. sæti) + 4-0 í úrslitakeppni (Íslandsmeistari)
1987-88 Njarðvík 14-2 (1.) + 3-3 í úk.(2. sæti)
1988-89 Tindastóll 7-19 (8.)
1989-90 Tindastóll 10-12 (6.)
1991-92 Tindastóll 17-9 (4.)
1992-93 Tindastóll 10-16 (9.)
1993-94 Njarðvík 20-6 (2.) + 5-3 í úk.(ÍSLM)
1994-95 Njarðvík 31-1 (1.) + 9-3 í úk.(ÍSLM)
1998-99 Tindastóll 11-11 (6.) + 0-2 í úk.
1999-00 Tindastóll 15-7 (4.) + 0-2 í úk.
2000-01 Tindastóll 16-6 (2.) + 6-6 í úk.(2.)
2001-02 Tindastóll 13-9 (4.) + 0-2 í úk.
2002-03 Skallagrímur 4-18 (12.)
2004-05 Skallagrímur 12-10 (5.) + 1-2 í úk.
2005-06 Skallagrímur 15-7 (4.) + 6-5 í úk.(2.)
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Það má segja að hlutföllin séu kolvitlaus á þessari mynd, því yfirleitt er dómarinn nokkuð lægri en leikmennirnir sem fara í dómarakast í upphafi leiks.  Hinn 214 cm hái Egill Jónasson, býr sig undir að taka dómarakast á Samkaupsmóti 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið