© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
28.9.2006 | 12:45 | OOJ
Powerade-bikarinn og tímabilið af stað í kvöld
Körfuboltatímabilið 2006 til 2007 er að hefjast. Powearde-bikar karla fer af stað í kvöld með þremur leikjum en keppninni var breytt mikið nú á tíu ára afmæli hennar. Í stað þess að 16 bestu lið ársins á undan hefji keppni í 16 liða úrslitum taka aðeins liðin í Iceland Express deildinni þátt að þessu sinni. Átta neðstu liðin, út frá árangri síðasta veturs, spila fyrst um að komast í átta liða úrslitin þar sem sigurvegararnir mæta liðunum fjórum, sem komust í undanúrslit úrslitakeppninnar í fyrra.

Með núverandi fyrirkomulagi er ljóst að fyrsti meistari nýs tímabils verður krýndur áður en liðin hefja leik í Iceland Express deildinni. Leikir kvöldsins eru Fjölnir-Hamar/Selfoss í Grafarvogi, UMFG-Þór Þorlákshöfn í Grindavík og Snæfell-Tindastóll í Stykkishólmi. Á morgun mætast síðan ÍR-Haukar í Seljaskóla. Keppni hinna fjögurra fræknu fer fram í Laugardalshöllinni á fimmtudag (undanúrslit) og laugardag (úrslitaleikurinn) í næstu viku.

Lið Njarðvíkur, Skallagríms, KR og Keflavíkur bíða spennt eftir úrslitum leikja næstu tveggja kvölda en þá kemur í ljós hverjir verða mótherjar þeirra í næstu umferð. Íslands- og Powerade-meistarar Njarðvíkur fá sigurvegarann úr leik Fjölnis og Hamars/Selfoss í heimsókn til Njarðvíkur á laugardaginn og daginn eftir fara síðan hinir þrír leikirnir fram. KR tekur á móti sigurvegaranum úr leik Grindavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn, í Keflavík taka heimamenn á móti sigurvegaranum úr leik Snæfells og Tindastóls og að lokum mætir sigurvegarinn úr leik ÍR og Hauka til Borgarnes og spilar við spútniklið síðasta tímabils, Skallagrím. Sigurvegarnir úr þessum leikjum tryggja sér sæti í keppni hinna svokölluðu fjögurra fræknu í Laugardalshöllinni um næstu helgi.



Fjögur lið sem taka nú þátt í Powerade-bikarnum hafa ekki komist alla leið inn í keppni hinna fjögurra fræknu en það eru lið Skallagríms, ÍR, Þórs úr Þorlákshöfn og Hamars/Selfoss. Lið Keflavíkur og Njarðvíkur sem eru jafnframt tvö sigursælustu lið keppninnar hafa hinsvegar komist í undanúrslitin í níu af tíu skiptum. Keflvíkingar voru ekki með árið 2000 og Njarðvíkingum mistókst að komast í undanúrslitin tveimur árum síðar. Lið Hauka (2002), Snæfells (2004) og Fjölnis (2005) hafa aðeins einu sinni komist alla leið og Snæfellingar unnu bikarinn í sitt eina skipti árið 2004.

Saga meistara keppninnar:
1996 Keflavík
1997 Keflavík
1998 Keflavík
1999 Tindastóll
2000 Grindavík
2001 Njarðvík
2002 Keflavík
2003 Njarðvík
2004 Snæfell
2005 Njarðvík

Oftast meistarar:
4 sinnum - Keflavík (1996, 97, 98, 2002)
3 - Njarðvík (2001, 2003, 2005)
1 - Tindastóll (1999)
1 - Grindavík (2000)
1 - Snæfell (2004)

Félög sem hafa komist í hóp þeirra fjögurra fræknu 1996-2005:
9 skipti- Keflavík
9 - Njarðvík
7 - Grindavík
7 - KR
4 - Tindastóll
1 - Þór Akureyri
1 - Haukar
1 - Snæfell
1 - Fjölnir

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Strákar úr Stjörnunni í Garðabæ í æfingabúðum á Laugarvatni sumarið 1997, ásamt þjálfara sínum Birni Leóssyni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið