© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
27.9.2006 | 17:40 | OOJ
Þrjár íslenskar stelpur efstar eftir fyrri hlutann
Helena er meðal tveggja efstu í stigum, fráköstum og stoðsendingum
Þrír leikmenn kvennalandsliðsins eru efstar í tölfræðiþáttum b-deildar Evrópukeppni kvenna þegar fyrri hlutanum er lokið en seinni hlutinn verður síðan spilaður næsta haust. Þetta eru þær Helena Sverrisdóttir (fráköst), Signý Hermannsdóttir (varin skot) og Kristrún Sigurjónsdóttir (þriggja stiga skotnýting). Helena er síðan í 2. sæti í bæði stigum og stoðsendingum og Signý er í 3. sætinu í bæði fráköstum og stolnum boltum.

Helena Sverrisdóttir er meðal tveggja efstu í stigum, fráköstum og stoðsendingum en frammistaða hennar hefur vakið mikla athygli ekki síst vegna þess að hún er aðeins 18 ára gömul. Á undan Helenu í stoðsendingum er portúgalski leikstjórnandinn Ticha Penicheiro sem leikur með Sacramento Monarchs í WNBNA-deildinni. Sacramento-liðið hefur komist í lokaúrslitin tvö síðustu ár og varð meistari í fyrra. Á undan Helenu á listanum yfir flest stig er síðan bosníski miðherjinn Raziya Mujanovic sem er hvorki meira né minna en 21 ári eldri en Helena en Mujanovic er fædd árið 1967.

Landsliðsfyrirliðinn Signý Hermannsdóttir er efst í vörðum skotum með 4,0 varin að meðaltali í leik en Signý er einnig á topp tíu í þremur öðrum tölfræðiþáttum. Hún er í 3. sæti í bæði fráköstum og stolnum boltum og svo í 6. sætinu í stoðsendingum. Birna Valgarðsdóttir kemst einnig á tvo lista en hún er í 9. sæti yfir skoruð stig og í 5. sæti í þriggja stiga skotnýtingu.

Kristrún Sigurjónsdóttir nýtti 4 af 6 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna (66,7%) og er besta þriggja stiga skyttan í b-deildinni í fyrri hlutanum en íslenska landsliðinu gekk líka alveg sérstaklega vel þegar hún var inn á vellinum. Kristrún spilaði í 63 mínútur í leikjunum þremur og þær vann íslenska liðið með 25 stigum, 103-78. Þær 57 mínútur sem Kristrún sat á bekknum töpuðust hinsvegar með 40 stigum, 73-113.

Íslenskir leikmenn meðal tíu efstu í tölfræðiþáttum b-deild Evrópukeppni kvenna:

Flest stig
2. sæti Helena Sverrisdóttir 17,7
9. sæti Birna Valgardsdóttir, 14,0

Flest fráköst
1. sæti Helena Sverrisdóttir 11,3
3. sæti Signý Hermannsdóttir 9,3

Flestar stoðsendingar
2. sæti Helena Sverrisdóttir 5,0
6. sæti Signý Hermannsdóttir 2,7

Flestir stolnir boltar
3. sæti Signý Hermannsdóttir 3,3
10. sæti Helena Sverrisdóttir 2,7

Flest varin skot
1. sæti Signý Hermannsdóttir 4,0

Besta þriggja stiga skotnýting
1. sæti Kristrún Sigurjónsdóttir 66,7%
5. sæti Birna Valgardsdóttir 42,9%

Tapaðir boltar
1. sæti Helena Sverrisdóttir 8,3
3. sæti Hildur Sigurdardóttir 5,0
8. sæti Birna Valgardsdóttir 4,0

Villur
4. sæti Birna Valgardsdóttir 4,0
10. sæti Helena Sverrisdóttir 3,7

Mínútur
3. sæti Signý Hermannsdóttir 34,7
4. sæti vHelena Sverrisdóttir 34,7


Hér fyrir neðan má síðan sjá árangur íslensku stelpnanna en athygli skal vakin á smá ósamræmi á milli talna þar sem farið er eftir tölfræði KKÍ úr Hollandsleiknum en ekki eftir opinberri tölfræði FIBA.

Besti árangur hjá íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Hollandi (61-66), Noregi (47-69) og Írlandi (68-56)

Flest stig að meðaltali í leik:
Helena Sverrisdóttir 17,7 3 leikir/53 stig
Birna Valgarðsdóttir 14,0 3/42
Signý Hermannsdóttir 9,0 3/27
Kristrún Sigurjónsdóttir 7,3 3/22
Hildur Sigurðardóttir 4,8 3/14

Flest fráköst að meðaltali í leik:
Helena Sverrisdóttir 10,7 3 leikir/32 fráköst
Signý Hermannsdóttir 8,7 3/26
Birna Valgarðsdóttir 4,3 3/13
Pálína Gunnlaugsdóttir 4,0 3/12
María Ben Erlingsdóttir 3,7 3/11

Flest sóknarfráköst að meðaltali í leik:
Helena Sverrisdóttir 3,0 3 leikir/9 sóknafráköst
Kristrún Sigurjónsdóttir 2,3 3/7
Signý Hermannsdóttir 1,7 3/5
Pálína Gunnlaugsdóttir 1,7 3/5
Helga Jónasdóttir 1,0 3/3
Birna Valgarðsdóttir 1,0 3/3

Flestar stoðsendingar að meðaltali í leik:
Helena Sverrisdóttir 5,3 3 leikir/16 stoðsendingar
Signý Hermannsdóttir 2,7 3/8
Pálína Gunnlaugsdóttir 2,3 3/7
Margrét Kara Sturludóttir2,0 1/2
Kristrún Sigurjónsdóttir1,7 3/5
Hildur Sigurðardóttir 1,3 3/4
Birna Valgarðsdóttir 1,3 3/4

Flestir stolnir boltar að meðaltali í leik:
Signý Hermannsdóttir 3,3 3 leikir/10 stolnir
Birna Valgarðsdóttir 2,3 3/7
Helena Sverrisdóttir 2,0 3/6
Pálína Gunnlaugsdóttir 1,7 3/5
Kristrún Sigurjónsdóttir 1,0 3/3
Helga Jónasdóttir 1,0 3/3

Flest varin skot að meðaltali í leik:
Signý Hermannsdóttir 4,7 3 leikir/14 varin
Margrét Kara Sturludóttir 1,0 1/1
Pálína Gunnlaugsdóttir 0,7 3/2
Helga Jónasdóttir 0,7 3/2
Helena Sverrisdóttir 0,7 3/2

Flestar fiskaðar villur að meðaltali í leik:
Helena Sverrisdóttir 7,7 3 leikir/23 fiskaðar villur
Birna Valgarðsdóttir 4,7 3/14
Signý Hermannsdóttir 2,0 3/6
Hildur Sigurðardóttir 2,0 3/6
Pálína Gunnlaugsdóttir 1,7 3/5

Flestar villur að meðaltali í leik:
Birna Valgarðsdóttir 4 3 leikir/12 villur
Helena Sverrisdóttir 3,3 3/10
Signý Hermannsdóttir 2,0 3/6
Pálína Gunnlaugsdóttir 2,0 3/6
Kristrún Sigurjónsdóttir 2,0 3/6

Hæsta framlag að meðaltali í leik:
Signý Hermannsdóttir 20,7
Helena Sverrisdóttir 16,3
Birna Valgarðsdóttir 8,7
Kristrún Sigurjónsdóttir 8,0
María Ben Erlingsdóttir 4,3
Margrét Kara Sturludóttir 4,0
Pálína Gunnlaugsdóttir 3,7
Helga Jónasdóttir 3,3
Bryndís Guðmundsdóttir -1,0
Þórunn Bjarnadóttir -2,0
Hildur Sigurðardóttir -3,7

Besta skotnýting:
Helga Jónasdóttir 50,0% 2 hitt/4 skot
Kristrún Sigurjónsdóttir 43,8% 7/16
Signý Hermannsdóttir 41,4% 12/29
Birna Valgarðsdóttir 40,5% 15/37
Helena Sverrisdóttir 39,1% 18/46
María Ben Erlingsdóttir 30,0% 3/10

Besta þriggja stiga skotnýting:
Kristrún Sigurjónsdóttir Ísland 66,7% 4 hitt/6 skot
Birna Valgarðsdóttir Ísland 40,0% 6/15
Helena Sverrisdóttir Ísland 25,0% 2/8

Besta vítanýting:
Kristrún Sigurjónsdóttir 66,7% 4 hitt/6 skot
Helena Sverrisdóttir 62,5% 15/24
Hildur Sigurðardóttir 57,1% 4/7
Signý Hermannsdóttir 50,0% 3/6
Pálína Gunnlaugsdóttir 50,0% 3/6
Bryndís Guðmundsdóttir 50,0% 1/2
Birna Valgarðsdóttir 50,0% 6/12

Hæsta Plús og Mínus (Gengi meðan leikmaður er inn á)
Kristrún Sigurjónsdóttir Ísland +25 (103-78) 63 mínútur
Bryndís Guðmundsdóttir +7 (94-87) 54 mínútur
Birna Valgarðsdóttir +5 (138-133) 87 mínútur
Helena Sverrisdóttir +4 (164-160) 103 mínútur
Þórunn Bjarnadóttir +3 (7-4) 3 mínútur
Margrét Kara Sturludóttir 0 (13-13) 7 mínútur
Signý Hermannsdóttir -13 (147-160) 104 mínútur
Helga Jónasdóttir -15 (24-39) 19 mínútur
María Ben Erlingsdóttir -18 (64-82) 48 mínútur
Hildur Sigurðardóttir -31 (58-89) 51 mínúta
Pálína Gunnlaugsdóttir -41 (68-109) 61 mínúta

Hæsta hlutfall stiga af reyndum skoruðum stigum:
Kristrún Sigurjónsdóttir 50,0% 22 af 44
Helga Jónasdóttir 50,0% 4 af 8
Helena Sverrisdóttir 42,7% 53 af 124
Birna Valgarðsdóttir 41,6% 42 af 101
Signý Hermannsdóttir 40,9% 27 af 66
María Ben Erlingsdóttir 30,0% 6 af 20
Bryndís Guðmundsdóttir 27,8% 5 af 18
Hildur Sigurðardóttir 24,6% 14 af 57
Pálína Gunnlaugsdóttir 10,7% 3 af 28

Þáttur í flestum körfum í leik:
Helena Sverrisdóttir 11,3 (18 körfur+16 stoðsendingar)
Signý Hermannsdóttir 6,7 (12+8)
Birna Valgarðsdóttir 6,3 (15+4)
Kristrún Sigurjónsdóttir 4,0 (7+5)
Hildur Sigurðardóttir 3,0 (5+4)
Pálína Gunnlaugsdóttir 2,3 (0+7)

Flest stig úr teig:
Helena Sverrisdóttir 25
Signý Hermannsdóttir 16
Birna Valgarðsdóttir 11
Hildur Sigurðardóttir 4
Helga Jónasdóttir 4
Bryndís Guðmundsdóttir 4
María Ben Erlingsdóttir 2
Kristrún Sigurjónsdóttir 2

Flest stig utan teigs:
Signý Hermannsdóttir 8
María Ben Erlingsdóttir 2
Kristrún Sigurjónsdóttir 2
Hildur Sigurðardóttir 2

Flest hraðaupphlaupsstig:
Birna Valgarðsdóttir 17
Kristrún Sigurjónsdóttir 7
Hildur Sigurðardóttir 6
Helena Sverrisdóttir 6
María Ben Erlingsdóttir 2
Bryndís Guðmundsdóttir 1

Flest víti að auki (And1)
Birna Valgarðsdóttir 4 (1 nýtt)
Helena Sverrisdóttir 2 (1)
Hildur Sigurðardóttir 1 (0)


Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Margrét Kara Sturludóttir á fleygiferð í átt að körfunni í leik með KR gegn Grindavík í úrslitakeppni kvenna 2008-2009. KR vann Grindavík 2-1 í seríunni og mætti Keflavík í undanúrslitunum þar sem þær unnu 3-0. Það voru svo Haukar og KR sem spiluðu til úrslita um titilinn þar sem Haukar unnu í oddaleik og urðu Íslandsmeistarar kvenna 2009.

KR og Haukar mættust svo í úrslitarimmunni um Íslandsmeistartitiliinn.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið