© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
23.9.2006 | 20:30 | oddur | Landslið
Sigur á Írum
Helena Sverrisdóttir lék mjög vel gegn Írum, mynd: Snorri Örn
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik vann í dag góðan sigur á Írum 68 - 56. Íslenska liðið náði forystunni í fyrsta leikhluta og hélt henni allan leikinn þrátt fyrir mikla baráttu í írska liðinu. Stelpurnar léku mikið betur í dag heldur en í síðasta leik. Baráttan var meiri og stelpurnar hittu mikið betur úr skotunum.

Íslenska liðið sigraði fyrstu þrjá leikhlutana og var með góða forystu fyrir fjórða leikhluta. Írsku stúlkurnar komu þó með gott áhlaup í fjórða leikhlutanum, hittu úr nokkrum 3ja stiga skotum og náðu að minnka muninn í 6 stig. En íslenska liðið herti vörnina hjá sér og náði að stöðva sóknir Íranna á mikilvægum tímapunkti. Signý Hermannsdóttir hitti síðan úr mikilvægu skoti þegar lítið var eftir af skotklukkunni og Helena Sverrisdóttir skoraði aðra mikilvæga körfu stuttu síðar.
Eftir það nýttu stelpurnar vítin sín ágætlega og náðu að landa mikilvægum sigri.

Helena Sverrisdóttir átti mjög góðan leik fyrir Ísland en hún skoraði 20 stig, tók 13 fráköst og sendi 7 stoðsendingar. Stelpurnar léku flestar mjög vel, sýndu mikla baráttu og góð tilþrif í leiknum.

Með sigrinum komst Ísland í þriðja sæti A-riðilsins í b-deild Evrópukeppninnar en Írland situr eftir í fjórða sæti.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Torfi Magnússon landsliðsþjálfari, og Stefán Arnarson aðstoðarþjálfari, með leikhlé.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið