© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
7.9.2006 | 16:15 | OOJ
Guðjón hefur valið stelpurnar sem fara til Hollands
Signý Hermannsdóttir er fyrirliði liðsins.
Guðjón Skúlason hefur valið þá tólf leikmenn sem spila um helgina sögulegan landsleik, nefnilega fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi í Evrópukeppni. Íslenska liðið er á leiðinni til Rotterdam í Hollandi þar sem spilað verður við Holland á laugardaginn klukkan 19.30 að íslenskum tíma. Hollenska liðið ætlar sér stóra hluti í keppninni og spilaði meðal annars 11 æfingaleiki á síðustu þremur vikum.

Íslensku kvennalandsliðin hafa tekið þátt í Evrópukeppni 16 og 18 ára liða undanfarin þrjú ár en þetta er í fyrsta sinn sem a-landsliðið reynir sig í evrópukeppninni. Ísland hefur spilað tvo landsleiki við Holland frá upphafi, unnið einn og tapað einum. Birna Valgarðsdóttir og Hildur Sigurðardóttir spiluðu báðar þessa leiki og Signý Hermannsdóttir annan þeirra. Aðrar í liðinu eru að spila við Holland í fyrsta sinn.

Þrír leikmenn Margrét Kara Sturludóttir úr Keflavík, Jovana Lilja Stefánsdóttir úr Grindavík og Pálína Gunnlaugsdóttir úr Haukum munu spila sinn fyrsta landsleik í Hollandi en auk þeirra mun Kristrún Sigurjónsdóttir úr Haukum spila sinn fyrsta "alvöru" landsleik á laugardaginn, það er leik í keppni.

Signý Hermannsdóttir úr ÍS verður áfram fyrirliði íslenska landsliðsins en hún gengdi því hlutverki einnig í fyrra. Varafyrirliði liðsins verður síðan Helena Sverrisdóttir úr Haukum. Báðar tóku þær við stórum titlum fyrir hönd félaga sinna í fyrra, Helena tók við Íslandsbikarnum en Signý við bikarmeistarabikarnum.

Lið Íslands í Hollandi:
#4 - Signý Hermannsdóttir, ÍS (38 leikir, 327 stig)
#5 - Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík (Nýliði)
#6 - Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík (7 leikir, 12 stig)
#7 - Þórunn Bjarnadóttir, ÍS (11 leikur, 14 stig)
#8 - Helga Jónasdóttir, ÍS (16 leikir, 31 stig)
#9 - Jovana Lilja Stefánsdóttir, Grindavík (Nýliði)
#10 - Hildur Sigurðardóttir, Grindavík (46 leikir, 252 stig)
#11 - Birna Valgarðsdóttir, Keflavík (65 leikir, 561 stig)
#12 - Pálína Gunnlaugsdóttir, Haukum (Nýliði)
#13 - Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum (2 leikir, 0 stig)
#14 - Helena Sverrisdóttir, Haukum (15 leikir, 194 stig)
#15 - María Ben Erlingsdóttir, Keflavík (13 leikir, 33 stig)
Fyrirliði: Signý Hermannsdóttir
Varafyrirliði: Helena Sverrisdóttir
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð A-landsliðs karla til Sarajevo í Bosníu v/þáttöku í undanúrslitakeppni Evrópumótsins árið 1998.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið