© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
25.2.2001 | 21:37 | or
Einn viðburðarríkasti dagur í sögu KKÍ að baki.
Laugardagurinn 24. febrúar 2001 er án efa einn viðburðarríkasti dagur í sögu Körfuknattleikssambands Íslands frá upphafi. Jafnvel má segja að tekin hafi verið nokkur áhætta með því að setja marga viðburði sem hver um sig kostar flókna skipulagsvinnu, á einn og sama daginn. Engu að síður gekk allt upp, og dagurinn mörgum hinn eftirminnilegasti fyrir vikið.

Þannig var dagskrá dagsins:

Kl. 14:00 Úrslitaleikur Doritos-bikarkeppni kvenna.
Kl. 14:40 Val á kvennaliði 20. aldarinnar tilkynnt.
Kl. 16:00 Úrslitaleikur Doritos-bikarkeppni karla.
Kl. 16:40 Úrslit í "Stinger" keppni Doritos.
Kl. 16:45 Val á karlaliði 20. aldarinnar tilkynnt.
Kl. 18:00 40 ára afmælishóf KKÍ hófst.
Kl. 18:20 Forseti Íslands mætti til afmælishófsins.
Kl. 18:25 Vígður var nýr hátíðarfáni KKÍ.
Kl. 18:30 Formleg afhending ritsins um sögu KKÍ.
Kl. 18:45 Veittir heiðurskrossar KKÍ nr. 2 og 3.
Kl. 20:00 Afmælishóf Péturs Hrafns Sigurðssonar.

Líklega hafa aldrei jafnmargir sjálfboðaliðar verið að störfum í þágu KKÍ á einum degi við skipulagningu framangreindra viðburða. Eins og fyrr segir gekk öll skipulagning upp, og vil ég færa eftirtöldum aðilum þakkir fyrir skipulagningu frábærs dags.

1. Körfuknattleiksdeildum KR, Keflavíkur, ÍR og Hamars.
* Leikmönnum, þjálfurum, dómurum og ritaraborði.
* Einnig öllum sjálfboðaliðum í Laugardalshöll.
2. Gunnari Frey Steinssyni, sem skipulagði val aldarinnar.
3. Afmælisnefnd KKÍ:
* Jóhannes Karl Sveinsson, formaður.
* Ólafur Þór Jóhannsson.
* Þorsteinn Hallgrímsson.
4. Ritnefnd sögu KKÍ:
* Gunnar Gunnarsson, formaður.
* Guðmundur Þorsteinsson.
* Ríkharður Hrafnkelsson.
* Jón Eysteinsson.
* Rúnar Gíslason.
5. Höfundi ritsins, Skapta Hallgrímssyni.
6. Öllum sem komu að skipulagningu afmælishófsins:
* Starfsfólk Félagsheimilis Kópavogs, hljómsveit o.fl.
* Hannes S. Jónsson, sem sá um veitingar.
* Ragnar Torfason, sem sá um "blómabörnin".
* Aðstoðarfólk við afhendingu bókarinnar.
7. Heiðursgestum hófsins.
* Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
* Valdu Suurkask, forseti tækninefndar FIBA.
* Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ.
* Einar Ólafsson, heiðurskrosshafi KKÍ.
* Einar Bollason, heiðurskrosshafi KKÍ.
8. Starfsmönnum skrifstofu KKÍ.
9. Stjórnarmönnum KKÍ.

Auk þessa komu fjölmargir aðilar beint eða óbeint að skipulagningu dagsins hjá aðildarfélögum, fjölmiðlum og öðrum sem leitað var til. Eins og sjá má hér að framan snerist dagur fjölda fólks um körfuknattleik þennan dag. Þetta var dagurinn okkar allra. Takk fyrir og til hamingju.

Ólafur Rafnsson,
formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ársþingi KKÍ snemma á tíunda áratugnum. Á myndinni má meðal annars sjá Pétur Hrafn Sigurðsson, Hannes S. Jónsson, Guðjón Þorsteinsson, Eyjólf Guðlaugsson, Jón Einarsson, Kolbein Pálsson, Ingólf Jónsson, Sólrúnu Önnu Rafnsdóttur og Sigurð Valgeirsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið