S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
23.8.2006 | 10:50 | oddur | FIBA
Spennandi leikir á HM í gær
Grikkir stálu sigrinum gegn Ástralíu
Larry Ayuso átti mjög góðan leik þegar Puerto Rico sigraði Kína. Hann hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum og skoraði 27 stig í leiknum, þar af 9 í framlengingunni. Kínverjar hafa því tapað þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Það var ekki síður spennandi leikur þegar Grikkland mætti Ástralíu í C-riðli. Ástralir voru með góða stöðu þegar 19 sekúndur voru eftir, leiddu 68-66 og áttu tvö víti. Þeir nýttu þó aðeins annað vítið og Grikkirnir skoruðu þriggja stiga körfu í næstu sókn. Grikkir náðu síðan að stela boltanum og skora aðra þriggja stiga körfu þegar 3 sekúndur voru eftir. Þeir tryggðu sér þar með sigurinn 72-69. Brasilíumenn klikkuðu á mikilvægum vítum í lokin gegn Tyrkjum. Það náðu Tyrkirnir að nýta sér og sigruðu með tveimur stigum 73-71. Ítalir lentu 11 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Senegal en náðu að koma til baka og sigra 64-56. Litháen og Bandaríkin fóru síðan nokkuð létt með sína leiki en það má lesa nánar um leikina hérna. |