© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
20.8.2006 | 12:53 | fararstjori | Dómaramál, Yngri landslið
Tap gegn hávöxnum Þjóðverjum í síðasta leik
Alfreð Elíasson stóð sig vel í sókninni og skoraði 20 stig á 33 mínútum
Íslensku strákarnir töpuðu öllum sínum leikjum á mótinu, í dag gegn Þjóðverjum 103-79, staðan í hálfleik var 63-47. Sigmar Logi Björnsson var stigahæstur með 21 stig en Alfreð Elíasson nýtti tækifæri sitt vel og skoraði 20 stig.

Íslensku strákarnir hittu vel í byrjun leiks og höfðu forystu, 23-33 eftir fyrsta leikhluta, en þá setti Þýski þjálfarinn stórt lið inná og Íslensku strákarnir áttu ekki roð í þá, þeir tóku 20 fleiri fráköstum fleiri en við og sigruðu leikhlutann með 26 stigum. Staðan í hálfleik 63-47.

Í síðari hálfleik náðu strákarnir að minnka muninn en þjóðverjarnir náðu ávallt að svara fyrir sig, staðan eftir þrjá leikhluta var 83-65 og lokatölur 103-79.

Það var frekar fúlt að fá fúla og áhugalausa dómara til að dæma þennan síðasta leik, en dómgæslan hefur frekar verið gegn litla manninum hér á spáni, en virðingaleysið sem dómarar leiksins í dag, þó sérstkalega einn þeirra var þeim ekki til framdráttar.

Eftir mótið eru strákarnir reynslunni ríkari og þyrfti liðið að spila fleiri æfingaleiki við lið í sínum styrkleika. Sem dæmi má nefna að á Norðurlandamótið eru einu leikirnir sem strákarnir spila gegn jafnöldrum fyrir jafnt sterkt mót og Evrópukeppnin er. Til dæmis þjóð eins og Portúgalir tóku 28 æfingaleiki fyrir mótið.

Liðið vill fá að þakka þeim fyrirtækjum styrktu þá í þessa ferð og eiga þau hrós skilið.

Í kvöld fer liðið að horfa á leikinn um þriðja sætið og sjálfan úrslitaleikinn, þar sem mætast Spánn og Rússland.

Sigmundur Már Herbertsson fékk mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína í leik Spánverja og Króata í gær og dæmir hann í dag leik Tyrkja og Ísraela.

Á morgun er heimferðin en ferðalagið hefst um 12 leytið á íslenskum tíma og lýkur klukkan 02:30 á Keflavíkurflugvelli.


Sigmar Logi átti góðan leik í dag og var stigahæstur íslensku strákanna.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Valur Sigurðsson leikmaður Fjölnis í baráttu við Hörð H. Hreiðarsson leikmann FSU í úrslitaleik unglingaflokks karla í apríl 2006.  Myndin lítur í raun verr út en raun er.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið