© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.8.2006 | 21:41 | fararstjori | Yngri landslið
Naumt tap gegn Ísrael
Örn Sigurðarson var stigahæstur með 16 stig í dag
Íslensku strákarnir börðust vel gegn Ísraelmönnum í dag og var leikurinn jafn allan leikinn. Það voru dauðþreyttir leikmenn sem hentu frá sér leiknum í lok fjórðaleikhluta.

Það var hart barist í leiknum og spiluðu Ísraelsmenn mjög hart, þjálfari Ísraelska liðsins sem var að "njósna" á Norðurlandamótinu hafði undirbúið lið sitt vel fyrir leikinn, en hæðarmunur var ekki mikill á liðunum.
Eftir fyrsta leikhluta höfðu Ísraelsmenn yfir 14-17, þar sem að stigaskorið dreifðist jafnt og allir að leika af krafti. En loftslagið og hitinn hafði sín áhrif á leikmenn sem voru mjög fljótt þreyttir og þurfti Ingi Þór að skipta töluvert inná til að menn næðu andanum. Liðið lék maður á mann vörn með pressu hálfan völl í byrjun, en skiptu eftir fyrsta leikhluta í svæðisvörn. Eftir að hafa lent undir 21-27, náðu strákarnir að skora sjö síðustu stig hálfleiksins og höfðu þeir eins stigs forystu 28-27 í hálfleik.

Í þriðja leikhluta hélt baráttan áfram og náðu strákarnir fimm stiga forystu 41-36 fljótlega í þriðja leikhluta. Ísraelar pressuðu okkar menn mjög stíft og gerðu íslensku strákarnir mikið af mistökum á þeim kafla. En þeir höfðu tapað 12 boltum í fyrri hálfleik og enduðu þeir leikinn með 30 tapaða bolta sem er alltof mikið ef lið ætlar sér að sigra. Þriggja stiga karfa frá Ólafi töluvert utan af velli kom Íslensku strákunum yfir 46-45 og varði Víkingur Sindri skot á síðustu sekúndu á þriggjastigalínunni sem tryggði okkur eins stigs forystu eftir þrjá leikhluta.

Í fjórða leikhluta hélt baráttan áfram og var jafnt á öllum tölum, en í heild þá skiptist forystan sjö sinnum og sex sinnum var jafnt í leiknum. Þegar að fimm mínútur voru eftir þá var farið að draga af íslensku strákunum og nýtti ROM leikmaður Ísraela sér það vel og skoraði hann 12 stig í fjórða leikluta sem var lykill að sigri þeirra.

Strákarnir geta nagað sig í handabökin yfir þessu tapi, þetta var leikur sem að þeir "áttu" að vinna ef hægt er að segja það. Of mörg mistök, slæm vítanýting og einbeitingarleysi var íslensku strákunum að falli. Það er vonandi að með hverjum leiknum nái strákarnir að venjast aðstæðum hér, því það er gríðarlega heitt í salnum og mikill raki. Leikmenn eru einsog þeir séu að koma uppúr sundlaug eftir æfingu og leik.

Á morgun eiga strákarnir leik gegn Úkraníu klukkan 12:15 að íslenskum tíma. Úkranía tapaði í dag fyrir Frökkum 67-44 eftir að staðan í hálfleik var 27-27. Strákarnir eru staðráðnir í að gera betur á morgun og geta ekki beðið eftir leiknum. Úkranía er með töluvert hávaxna leikmenn og verður verkefnið spennandi og erfitt.

Tölfræði leiksins

Heimasíða mótsins þar sem hægt er að sjá flestar tölur
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kristrún Sigurjónsdóttir nýtir hér ágæta hindrun frá Rögnu Margréti Brynjarsdóttur í leik gegn Lúxemborg á Smáþjóðaleikunum 2009. Ísland lagði Lúxemborg að velli og endaði í 2. sæti á leikunum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið