© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
6.8.2006 | 19:16 | OOJ
Besti leikurinn til þessa í 10 stiga tapi gegn Slóvenum
Ragna Margrét var með 17 stig og 13 fráköst í kvöld.
Íslenska 16 ára landslið kvenna tapaði með tíu stigum, 58-68, fyrir Slóvenum í lokaleik liðsins í riðlakeppninni í b-deild evrópumótsins í Jyvaskyla í Finnlandi í kvöld. Íslensku stelpurnar spiluðu sinn langbesta leik til þessa í mótinu og stríddu toppliðinu sem vann alla leiki sína í riðlinum. Fyrirliðinn Hafrún Hálfdánardóttir skoraði lokakörfu leiksins frá miðju um leið og leiktíminn rann út. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var stigahæst með 17 stig og var einnig valinn besti leikmaður íslenska liðsins af mótshöldurum en auk stiganna tók hún 13 fráköst og varði 4 skot.

Eftir slæmar byrjanir í fyrstu tveimur leikjunum var allt annað að sjá til stelpnanna í upphafi leiksins við Slóvena. Íslenska liðið var með frumkvæðið fyrstu fimm mínútur leiksins og var meðal annars yfir 7-5 og 9-7. Góður sprettur Slóvena færði þeim sjö stiga forskot, 13-20, eftir fyrsta leikhlutann en í öðrum leikhluta komu íslensku stelpurnar til baka og voru búnir að ná muninum niður í eitt stig, 32-33, fyrir hálfleik. Slóvenar skoruðu átta fyrstu stig seinni hálfleiks og komust mest 12 stigum yfir en 10-2 sprettur íslenska liðsins kom muninum niður í fjögur stig, 44-48, fyrir lokaleikhlutann. Slóvenar bættu hægt og rólega við forskot sitt í síðasta leikhlutanum þrátt fyrir mikla baráttu íslensku stelpnanna en þegar stefndi í 13 stiga tap þá tók fyrirliðinn Hafrún Hálfdánardóttir sig til og skoraði lokakörfu leiksins frá miðju um leið og leiktíminn rann út.

Slóvenar unnu alla leiki sína í riðlinum en minnsti sigurinn var gegn íslenska liðinu. Slóvenska liðið vann 11 stiga sigur á Búlgörum (61-50) og 12 stiga sigur á Finnum (69-57). Búlgarir tryggðu sér annað sæti með sigri á gestgjöfum Finna í kvöld og fylgja því Slóvenum upp í milliriðilinn en Finnar líkt og íslenska liðið spila um 9. til 17. sætið á mótinu.

Ragna Margrét Brynjarsdóttir var í leikslok valin besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum af mótshöldurum en hún skoraði í honum 17 stig, tók 13 fráköst og varði 4 skot. Hafrún Hálfdánardóttir skoraði fjóra þrista og alls 16 stig í leiknum og Lilja Ósk Sigmarsdóttir var með 13 stig, 7 fráköst og 4 stolna bolta. Lilja hefur sýnt mikinn stöðulega leika í leikjunum þremur til þessa og er með yfir 12 stig og 6 fráköst í þeim öllum.

Atkvæðamestar í íslenska liðinu gegn Slóvenum:
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 17 stig (13 fráköst, 4 varin skot, 3 stolnir)
Hafrún Hálfdánardóttir 16 stig (hitti úr 4 af 6 3ja stiga skotum, 5 fráköst, 3 stolnir)
Lilja Ósk Sigmarsdóttir 13 stig (7 fráköst, 4 stolnir, 3 stoðsendingar)
Ingibjörg Jakobsdóttir 7 stig (4 fráköst, 4 stoðsendingar, 3 stolnir)
Klara Guðmundsdóttir 5 stig (4 fiskaðar villur)
Gunnhildur Gunnarsdóttir, Kristín Fjóla Reynisdóttir (3 fráköst, 3 stoðsendingar), Helena Hólm og Lóa Dís Másdóttir spiluðu allar en skoruðu ekki.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá golfmóti KKÍ í Borgarnesi árið 2000. Starfsmenn KKÍ, þeir Pétur Hrafn Sigurðsson framkvæmdastjóri KKÍ og Björn Leósson íþróttafulltrúi.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið