© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
4.8.2006 | 16:29 | hbh | Landslið
Ísland vann stórsigur á Noregi
Hlynur Bæringsson byrjaði inná gegn Noregi í dag.
Ísland vann stórsigur, 90-69, á Noregi á NM karla í Noregi í dag. Ísland leiddi, 68-56, eftir þrjá fjórðunga. Ísland var sex stigum yfir 43-37, í hálfleik. Norðmenn minnkuðu muninn með þriggja stiga körfu í síðustu sekúndu fyrri hálfleiks. Ísland var yfir, 23-19, gegn Noregi eftir fyrsta fjórðung.Ísland hefur leitt leikinn alveg frá upphafi.
Ísland náði síðan 12 stiga forskoti í lok þriðja leikhluta og héldu síðan Norðmönnum í 3 stigum á fyrstu fimm mínútum fjórða leikhluta en þá leiddu strákarnir 79-59. Sigurinn var aldrei í hættu í lok leiksins og sóknarleikur íslenska liðsins hefur farið batnandi í leikjunum hér á NM. Allir leikmenn íslenska liðsins spiluðu í leknum og Axel Kárason spilaði síðustu fjórar mínútur leiksins og gaf eina stoðsendingu og fékk tvær villur í fyrsta landsleiknum sem hann spilar í.

Tölfræði leiksins

Logi Gunnarsson var að vonum ánægður með sigurinn og telur liðið eiga góða möguleika á sigri gegn Dönum á morgun: "Það var mikilvægt að ná okkar fyrsta sigri í mótinu eftir að hafa tapað tveimur hörku leikjum gegn Svíþjóð og Finnlandi. Við höfum bætt okkur með hverjum leik og sýndum það í kvöld að þegar við spilum saman þá erum við erfiðir viðureignar. Við strákarnir erum staðráðnir í að hefna fyrir tvo ósigra gegn Dönum í Evrópukeppninni. Við munum byggja á sigrinum í kvöld og höldum áfram að bæta okkur - ekkert annað en sigur kemur til greina!".

Tölur úr leiknum:
Jakob Sigurðarson 16 stig, 3 fráköst, 1 stoðsending
Logi Gunnarsson 16 stig, 1 frákast, 3 stoðsendingar
Magnús Þór Gunnarsson 12 stig, 1 frákast, 1 stoðsending
Helgi Magnússon 9 stig, 1 frákast, 1, stoðsending
Jón Nordal Hafsteinsson 8 stig , 4 fráköst
Páll Axel Vilbergsson 7 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar
Sigurður Þorvaldsson 7 stig, 2 fráköst
Friðrik Erlendur Stefánsson 6 stig, 3 fráköst
Egill Jónasson 4 stig, 5 fráköst, 1 stoðsending
Hlynur bæringsson 3 stig, 11 fráköst, 3 stoðsendingar
Arnar Freyr Jónsson 2 stig, 1 frákast, 1 stoðsending
Axel Kárason 1 stoðsending, 2 villur.

Egill Jónasson gladdi áhorfendur með rosalegri "alley oop" körfu í fyrri hálfleik eftir glæsilega sending frá Páli Axel. Við munum reyna að koma myndum af troðslunni á netið síðar.

Síðasti leikur íslands á NM 2006 verður á morgun laugardag 5. ágúst kl. 10.30 að íslenskum tíma, en leikurinn er úrslitaleikur um bronsverðlaunin á mótinu.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sextán ára lið Íslands sem varð Norðurlandameistari árið 2004.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið