© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
3.8.2006 | 17:43 | hbh | Landslið
Tólf stiga tap gegn Svíum
Logi skoraði 24 stig gegn Svíum, þar af 16 í fyrri hálfleik
Svíar unnu Íslendinga 69-81 á NM karla í Finnlandi í dag. Svíar voru þremur stigum yfir eftir þrjá leikhluta, staðan varr 51-54. Ísland var 19-18 yfir gegn eftir 1. leikhluta, en Svíþjóð var yfir í hálfleik 32-34.


Tölfræði leiksins

Íslenska liðið byrjaði með látum og voru fyrstu fjórar körfur liðsins þriggja stiga skot og komst Ísland í 12-4 en þá tóku svíar við sér og skoruðu nokkrar körfur í röð. Íslenska liðið leiddi 19-18 eftir 1. leikhluta. Svíar náðu siðan forystu í 2. leikhluta en Friðrik Erlendur Stefánsson varð að fara af velli í upphafi 2. lekhluta með 3 villur. Ísland átti síðast skot fyrri háfleiks en skotið geigaði og Svíar leiddu 32-34 í hálfleik. Svíar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og náðu tíu stiga forystu um miðbik 3. leikhlutans sem þeir héldu nokkurn veginn út leikhlutann. Forysta Svía hélt nokkuð í 4. fjórðungi en munurinn fór minnst í fjögur stig, en Ísland náði ekki að komast nær. Annan leikinn í röð vantaði herslumuninn til að Íslands jafnaði en allt kom fyrir ekki, tap gegn Svíum 65-81 var staðreynd.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari telur að liðið eigi mikið inni, því þrátt fyrir ágæta kafla í þeim tveimur leikjum sem eru búnir þarf liðið að ná að spila heilan leik vel; "Svíar voru ákveðnari mestallan leikinn og spiluðu mjög góða og fasta vörn. Við hefðum mátt spila lengri sóknir á köflum og flæðið í sókninni er eitthvað sem við þurfum að laga. Þetta eru hlutir sem við munum laga í næstu leikjum gegn Noregi og Danmörku".

Næsti leikur er gegn Noregi á morgun kl. 13.30 að íslenskum tíma.

Helstu tölur úr leiknum:

Logi Gunnarsson 24 stig, 3 fráköst, 4 stoðsendingar
Páll Axel Vilbergssob 17 stig, 6 fráköst
Hlynur Bæringsson 6 stig, 4 fráköst, 5 villur
Jakob Sigurðarson 8 stig, 4 fráköst, 1 stoðsending
Magnús Þór Gunnarsson 3 stig, 2 fráköst, 1 stoðsending
Jón Nordal Hafsteinsson 3. stig,
Sigurður Þorvaldsson, 3 stig, 2 fráköst
Friðrik Erlendur Stefánsson, 2 stig, 4 fráköst, 5 villur
Egill Jónasson 1 stig, 4 fráköst, 4 varin skot
aðrir sem spiluðu voru Arnar Freyr Jónsson og Helgi Magnússon.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
A-landslið karla á afmælismóti Danska körfuknattleikssambandsins í Kaupmannahöfn í desember 1996.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið