© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
27.7.2006 | 19:27 | OOJ | Yngri landslið
Auðveldur 15 stiga sigur á Makedóníu hjá stelpunum
Helena sýndi fjölhæfni sina vel gegn Makedóníu i dag.
Stelpurnar í 18 ára landsliðinu unnu auðveldan 15 stiga sigur, 65-50, á Makedóníu í þriðja leik sínum í milliriðli evrópumótsins í Chieti á Ítaliu. Íslenska liðið komst í 18-2 eftir aðeins rúmar fimm mínútur og eftir það var leikurinn í öruggum höndum íslenska liðsins. Ísland er í 2. sæti eftir 3 umferðir af 5 en spilað er um 9. til 14. sæti í riðlinum. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 21 stig en hún lék ýmist sem leikstjórnandi eða miðherji sem ruglaði makedónsku stelpurnar oft í ríminu.

Íslenska liðið var ekkert að svekkja sig yfir ósanngjörnum endi gegn Portúgal daginn áður og eftir 5 mínutur og 22 sekúndur var staðan orðin 18-2 fyrir Ísland. Bryndís Guðmundsdóttir var í miklu stuði í fyrsta leikhlutanum og skoraði alls 11 stig í honum (3 þristar) og Ísland hafði yfir 27-10 eftir fyrstu 10 mínúturnar. Ísland var 13 stigum yfir í hálfleik, 43-30, og var með 22 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 59-37. Helena Sverrisdóttir sýndi fjölhæfni sina með þvi að spila ýmist í stöðu leikstjórnanda eða miðherja en hún hefur nú skorað 128 stig á mótinu (21,3 í leik) og er önnur stigahæst af öllum leikmönnum hér í Chieti.

Unndór Sigurðsson, þjálfari íslenska liðsins, leyfði öllum stelpunum að spila og léku þær á bilinu 18 til 27 mínútur í leiknum nema að Ingibjorg Elva lék aðeins í 8 mínútur þar sem hún er að vinna sig út úr meiðslum. Lykilmenn fengu nausynlega hvíld fyrir lokaátökin en íslenska liðið fær frí á morgun en spilar síðan tvo síðustu leiki sina gegn Finnlandi (á laugardag) og Írlandi (á sunnudag). Írar unnu Finna með tíu stigum í dag, 64-54. Bæði Lettland og Ukraína, liðin sem voru með Íslandi í riðli, komust í undanúrslitin sem fara fram á laugardaginn.

Atkvæðamestar hjá íslenska liðinu gegn Makedóníu:
Helena Sverrisdóttir 21 stig (8 fráköst, 6 stolnir, 5 stoðsendingar)
Bryndís Guðmundsdóttir 16 stig (9 fráköst, 3 stolnir, 3 stoðsendingar, hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum)
Unnur Tara Jónsdóttir 8 stig (9 fráköst)
Hrönn Þorgrimsdóttir 7 stig (4 fráköst)
María Ben Erlingsdóttir 6 stig (4 fráköst)
Bára Bragadóttir 3 stig (3 stoðsendingar)
Sigrún Ámundadóttir 2 stig (4 fráköst)
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2 stig (3 fráköst, 2 stoðsendingar, 8 minutur)
Margrét Kara Sturludóttir (5 fráköst, 2 varin) og Berglind Anna Magnúsdóttir (2 stolnir) spiluðu lika en skoruðu ekki.Bryndís Guðmundsdóttir setti niður 4 af 6 þriggja stiga skotum í dag og hefur nýtt 12 af 23 þriggja stiga skotum sinum (52% nyting) í fyrstu sex leikjum Íslands á evrópumótinu í Chieti.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Justin Shouse er hér í undanúrslitaleik Subwaybikarsins. Stjarnan sigraði Njarðvík í leiknum og komst í fyrsta sinn í úrslitaleik Bikarkeppninnar. Justin Shouse fór mikin í lok leiksins og skoraði 10 stig og gaf 2 stoðsendingar á síðustu 3 mínútunum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið