© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
12.6.2006 | 10:36 | BL
Fjör í Smáranum
Ágúst Björgvinsson þjálfari Íslandsmeistara Hauka í 1. deild kvenna stóð fyrir og stjórnaði körfuknattleiksbúðum í Smáranum 6. - 9. júní. Þetta var í sjötta sinn sem Ágúst hélt svona búðir og eru þær m.a. byggðar á bandarísku Five Star Camp og Duke körfuknattleiksskólum.

Að þessu sinni störfuðu í búðunum tveir erlendir þjálfarar, hinn bandaríski Jeff Lamere sem hefur starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Duke og VCU og hinn danski Thomas Fjoldberg sem hefur skilað góðu starfi í Kópavogi síðustu árin. Auk þess störfuðu í búðunum margir góðir íslenskir þjálfarar. Jeff setti nokkuð bandarískan svip á búðirnir og kom það vel út. Auk þess kíkti í heimsókn nær 70 ára gamall bandarískur þjálfari frá Kentucky að nafni Jim Langster sem spjallaði við krakkana og sýndi nokkrar vel útfærðar varnarstöður.

Í þetta sinn komu 90 áhugasamir körfuknattleiksmenn á aldrinum 11 til 18 ára í búðirnir, þar af 25 stelpur. Þátttakendurnir komu frá 12 liðum og voru margir komnir langt að, t.d. frá Hvammstanga og Flúðum. Góð mæting var frá Breiðabliki og Haukum. Athygli vakti hversu margir leikmenn sem höfðu leikið fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu stuttu áður mættu í búðirnir, þeir gerðu búðirnir betri og voru góðar fyrirmyndir fyrir þá yngri.

Flestir þeir sem mættu í búðirnir og unnu vel alla dagana tóku framförum. Eftirtaldir leikmenn voru verðlaunaðir fyrir góða frammistöðu: Böðvar Björnsson (besti leikmaður), Margrét Kara Sturludóttir (besta viðhorfið), Dóra Björk Þrándardóttir (besti æfingaleikmaður), Sigmar Björnsson (eldri skotkóngur) og Oddur Kristjánsson (yngri skotkóngur).

Í lok búðanna tilkynnti Ágúst að hann ætlaði að halda áfram að vera með þessar búðir og hefur hann þegar hafið undirbúning fyrir búðirnir árið 2007.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Mix mótið í körfubolta var haldið sunnudaginn 1. júlí 2007.  Veðrið lék við körfuboltamenn og konur og sáust mörg skemmtileg tilþrif.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið