© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
30.5.2006 | 15:29 | OOJ
Körfuboltabúðir í Smáranum í næstu viku
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka og besti þjálfari 1. deildar kvenna undanfarin tvö tímabil, mun sjötta árið í röð halda körfuboltabúðir á Íslandi. Að þessu sinni fara þær fram í Smáranum í Kópavogi frá 6. til 9. júní næstkomandi. Búðirnar eru hugsaðar fyrir áhugasama körfuboltastráka og stelpur á aldrinum 12 til 18 ára sem fá hér tækifæri til þess að njóta handleiðslu Ágústar og fjölda annara færa þjálfara sem munu aðstoða hann þessa fjóra daga sem búðirnar fara fram. Körfuboltabúðirnar eru á milli 17.00 og 20.30 frá þriðjudeginum 6. júní til föstudagsins 9. júní og verðið er 6000 krónur.

Að þessu sinni mun Ágúst meðal annars fá til sín bandarískan háskólaþjálfara, Jeff Lamere, til að að leiðbeina í búðunum en Lamere er núverandi aðstoðarþjálfari VCU Rams. Lamere var hluti af þjálfarateymi hins virta og fræga Duke-háskóla þar sem aðalþjálfari er einn virtasti og besti þjálfari heims, Mike Krzyzewski. Krzyzewski hefur einmitt tekið að sér þjálfun bandaríska landsliðsins í körfubolta.

Ágúst Björgvinsson er kominn í hóp bestu þjálfara landsins en hann hefur á tveimur tímabilum farið með hið unga lið Hauka frá því að vera nýliða í efstu deild til þess að hafa unnið alla titlana í boði hér á landi og farið fyrst íslenskra kvennaliða í Evrópukeppni. Haukaliðið var þrefaldur meistari síðasta vetur og Ágúst var kosinn þjálfari ársins annað tímabilið í röð. Ágúst hefur mikla reynslu af Körfuboltabúðum sem þessu en meðal búða sem hann hefur þjálfað eru í Duke University og Five Star Basketball Camp í Bandaríkjunum.

Besta körfuboltafólk landsins hefur oft nefnt að það sé aukaæfingin sem skapi meistarann og í þessum körfuboltabúðum fá framtíðarleikmenn í íslenskum körfubolta kjörið tækifæri til þess að þroska hæfileika sína á sviði einstaklingsæfinga og fá góða leiðsögn frá hæfum og reynslumiklum þjálfurum. Meðal þeirra sem koma til með að kenna og aðstoða krakkanna auk Ágústar og Jeffs eru þeir Yngvi Gunnlaugsson aðstoðaþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Haukum og aðalþjálfari 16 ára liðs kvenna, Stefán Arnarson einn af okkar allra bestu unglinga þjálfurum til margra ára og Thomas Foldbjerg, aðalþjálfari SISU og aðstoðarþjálfari 16 ára karlaliðs Dana.

Að venju munu aðrir virtir þjálfarar og þekktir leikmenn kíkja í heimsókn í búðirnar og það er alltaf von á góðum gestum til að hvetja krakkanna áfram við æfingarnar sem ættu að auka líkurnar á að þau geti komist langt í körfuboltanum í framtíðinni. Þetta eru líka búðir fyrir alla því hópnum verður skipt upp eftir bæði aldri og getu. Körfuboltabúðir Ágústs Björgvinssonar hafa heppnast gríðarlega vel undanfarin ár og á þessum tíma hafa nokkur hundruð leikmanna, stelpur sem strákar, sótt búðirnar og líkað vel enda ekki á hverjum degi sem boðið er upp á búðir sem þessar hér á landi.

Skráning fer fram með tölvupósti á basketball@visir.is eða á fyrsta degi námskeiðisins, 6. júní, í Smáranum kl. 16.00 til 17.00. Það er einnig hægt að fá frekari upplýsingar og svör við fyrirspurnum á póstfangið basketball@visir.is.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari karla ásamt aðstoðarmönnum í æfingaferð A-landsliðs karla til Ungverjalands 2004.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið