© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
26.5.2006 | 21:50 | OOJ
Sextán ára stelpurnar enda í fimmta sæti
Klara Guðmundsdóttir hefur staðið fyrir sínu á NM - mynd: SÖA
16 ára lið kvenna tapaði, 46-85, fyrir Finnlandi í lokaleik sínum á Norðurlandamóti unglinga en leikurinn fór fram í kvöld. Íslenska liðið tapaði öllum fjórum leikjum sínum á mótinu og endar í fimmta og síðasta sæti. Eins stigs tapið fyrir Norðmönnum í fyrri leik dagsins hjá liðinu sá til þess að Norðmenn fá tækifæri til þess að glima við Dani í leiknum um 3. sætið á sunnudaginn.

Það var margt jákvætt í leik íslenska liðsins sem var bæði að spila við besta lið mótsins sem og að leika sinn annan leik í dag. Finnar höfðu 12 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 8-20 og voru 17 stigum yfir í hálfleik, 26-43. Besti kafli íslenska liðsins kom í öðrum leikhluta þegar stelpurnar skoruðu 8 stig í röð. Finnar byrjuðu síðari hálfleik gríðarlega vel og skoruðu 10 fyrstu stig hans og voru komnir með 31 stigs forskot, 35-66, fyrir lokaleikhlutann. Í lokin skildu síðan 39 stig á milli liðanna en leiknum lauk með sigri Finna 46-85.

Alma Rut Garðarsdóttir (16 stig) og Lilja Ósk Sigmarsdóttir (11 stig) átti báðar góðan dag en annars var barátta íslenska liðsins til fyrirmyndar og stelpurnar ætluðu greinilega að enda mótið á jákvæðu nótunum. Liðið fékk dýrmæta reynslu á mótinu og stelpurnar vita það best sjálfar að þær þurfa að æfa mikið og undirbúa sig vel fyrir Evrópukeppnina seinna í sumar.

16 ára lið kvenna:
Ísland-Finnland 46-85 (8-20, 26-43, 35-66)
Stig Íslands: Alma Rut Garðarsdóttir 16 (5 fráköst, 4 stolnir), Lilja Ósk Sigmarsdóttir 11 (6 fráköst), Klara Guðmundsdóttir 8 (5 fráköst, 4 stolnir), Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3 (7 fráköst, 6 varin), Helena Hólm 2, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Brynjar Björnsson leitar færis gegn Finnum á Norðurlandamóti 18 ára karla 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið