S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
6.9.2015 | 20:17 | Kristinn | EuroBasket 2015
EuroBasket 2015 · Sjö stiga tap gegn Ítalíu
Skúli Sig / Karfan.is
Ísland og Ítalía mættust í kvöld fyrsta sinn í Evrópukeppni A-landsliðs karla og í öðrum leikjum liðanna á EuroBasket 2015. Íslenska liðið lék frábærlega í dag og leikurinn hin mesta skemmtun fyrir þá fjölmörgu áhorfendur sem studdu liðið í kvöld á pöllunum. Ísland var fjórum stigum undir í hálfleik 37:41 og kom ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Í lokaleikhlutanum náði liðið mest 6 stiga forskoti. Ítalía hafði mest náð 8 stiga forskoti í leiknum. Á lokamínútunum féll allt Ítalíu í vil og þeir náðu að skora 12 stig á móti tveimur íslenskum á síðustu þrem mínútum leiksins sem gerði útslagið. Lokatölur 64:71 fyrir Ítalíu í leik sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var. Íslensku strákarnir léku af krafti og sýndu hvers megnugir þeir eru gegn stórstjörnum liðsins á stórasviðinu á EM. Frábær leikur hjá liðinu sem er staðráðið í að nýta þennan góða leik sem hvatningu og mæta tilbúnir í næsta leik. Á morgun er frídagur hjá öllum liðunum og á þriðjudaginn eru það silfur lið Serbíu frá HM síðasta sumar sem mætir íslensku víkingunum. Leikurinn hefst kl. 12:30 að íslenskum tíma eða 14:30 í Þýskalandi að staðartíma. Allir leikir Íslands verða í beinni útsendingu á RÚV og RÚV HD og verður hitað upp fyrir leik í EM-stofu fyrir hvern leik. Lifandi tölfræði verður frá öllum leikjum keppninnar á vef FIBA Europe og vef keppninnar eurobasket2015.org og einnig allar upplýsingar um liðin og leikmenninna. Dagskrá mótsins er eftirfarandi: íslenskir leiktímar (á staðartíma í sviga): 08.09.2015 - SERBÍA Þriðjudagur kl. 12:30 (14:30 í Þýskalandi) 09.09.2015 - SPÁNN Miðvikudagur kl. 19:00 (21:00 í Þýskalandi) 10.09.2015 - TYRKLAND Fimtudagur kl. 19.00 (21:00 í Þýskalandi) |