© 2000-2021 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
25.5.2006 | 13:26 | OOJ
Sigur og tap hjá strákaliðunum í morgun
Hörður A. Vilhjálmsson hefur átt góða leiki á NM - mynd: SÖA
Íslensku strákaliðinu voru bæði að spila í morgun, 18 ára liðið vann fyrst 15 stiga sigur á Norðmönnum, 78-63, en 16 ára liðið, sem lék sinn fyrsta leik á mótinu, tapaði með þriggja stiga mun í spennandi leik gegn Finnum. Það verður stuttur tími fyrir 16 ára liðið að sleikja sárin því þeir mæta heimamönnum í Svíþjóð seinna í dag.

Strákarnir í 18 ára liðinu sýndu mikinn styrk og unnu Norðmenn með 15 stiga mun, 78-63, í öðrum leik sínum á mótinu. Það var einkum frábær þriðji leikhluti sem vannst með 21 stigs mun, 30-9, sem lagði grunninn að þessum öðrum sigri liðsins í röð en Svíarnir lágu gegn strákunum í gær. Norðmennirnir hófu leikinn mun betur og leiddu bæði 0-8 og 5-12 eftir aðeins nokkra mínútna leik. Íslensku strákarnir voru sem steinrunnir í upphafi og áttu fá svör við leik Norðmanna. Hægt og rólega unnu þeir sig inn í leikinn og munaði aðeins 5 stigum eftir fyrsta leikhluta, 17-22. Leikur íslenska liðsins skánaði örlítið í öðrum leikhluta, staðan í hálfleik 35-35 þrátt fyrir að strákarnir hefðu spilað langt undir getu. Það var eins og nýtt íslenskt lið kæmi til leiks í þriðja leikhluta, en með frábærri vörn og hröðum sóknarleik breyttist staðan úr 35-35 í 47-37 á fyrstu fimm mínútum hálfleiksins. Í enda leikhlutans var munurinn kominn upp í 21 stig, 65-44, og mest munaði síðan 24 stigum á liðunum í upphafi fjórða leikhluta en leikurinn leystist upp í lokin og Norðmenn komu þá muninum niður í 15 stig.

Ísland-Noregur 78-63 (17-22, 35-35, 63-44)
stig Íslands: Hörður Axel Vilhjálmsson 26 (7 fráköst, 7 stoðsendingar), Brynjar Þór Björnsson 17, Hjörtur Hrafn Einarsson 12, Þröstur Jóhannsson 8 (10 fráköst), Sindri Már Kárason 6, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 5 (9 fráköst, 5 stoðsendingar, 5 varin skot), Hörður Hreiðarsson 4.


Drengirnir í 16 ára liðinu léku sinn fyrsta opinbera landsleik í dag, þegar þeir mættu liði Finna. Strákarnir máttu á endanum sætta sig við þriggja stiga tap, 67-70, eftir spennuþrungnar lokasekúndur þar sem íslenska liðið var yfir, 63-62, þegar rúmar 3 mínútur voru eftir.
Leikurinn hófst ekki vel fyrir drengina, sem fundu ekki taktinn í sókninni en léku ágæta vörn á köflum. Finnarnir komust í 5-13 en íslenska liðið svaraði með 10 stigum í röð, var yfir eftir fyrsta leikhlutann, 19-15 og með frumkvæðið allt fram á lokamínútur hálfleiksins þegar Finnar skoruðu 12 stig gegn 3 og voru yfir 31-35 í hálfleik. Finnar komu muninum upp í 13 stig æi upphafi fjórða leikhluta (47-60) en íslenska liðið gafst ekki upp og kom sér á frábæran hátt inn í leikinn með 16-2 spretti en eftir hann var íslenska liðið yfir þegar 3 og hálf mínúta var eftir. Finnarnir voru hinsvegar of sterkir og íslenska liðið gerði sig seka um of mörg mistök í spennunni í lok leiksins og Finnar unnu leikinn eins og áður sagði með þremur stigum, 67-70.

Ísland-Finnland 67-70 (19-15, 31-35, 47-54)
Stig Íslands: Örn Sigurðarson 20 (8 fráköst, 3 varin), Sigmar Björnsson 17, Snorri Páll Sigurðsson 12 (6 fráköst, 6 stolnir, 6 stoðsendingar), Víkingur Ólafsson 7, Baldur Ragnarsson 4, Hjörtur Halldórsson 4 (11 fráköst), Pétur Jakobsson 3.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Björgvin Rúnarsson kastar boltanum til að hefja leik Hauka og Njarðvíkinga þann 26. janúar 2006.  Það eru Egill Jónasson, UMFN, og Morten Szmiedowicz, Haukum, sem bítast um boltann.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið