© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.5.2006 | 10:00 | OOJ
18 ára lið karla mætir heimamönnum stuttu eftir lendingu
Brynjar Þór Björnsson fyrirliði U-18 liðsins
Norðurlandamót unglinga hefst í Svíþjóð í dag. Átján ára landsliðið stráka hefur leik gegn heimamönnum klukkan 16.00 í dag eða stuttu eftir komuna til Svíþjóðar. Íslenska liðið spilaði einmitt úrslitaleikinn gegn Svíþjóð þegar þessi árangurinn spilaði sem 16 ára lið fyrir tveimur árum.

Það er mikil reynsla hjá mörgum af leikmönnunum í 1988-árgangnum sem varð Norðurlandameistari hjá 16 ára liðum fyrir tveimur árum og margir af strákunum spiluðu stór hlutverk í fyrra þegar 18 ára liðið náði 3. sætinu. Þessir strákar hafa einnig hjálpað til að koma tveimur landsliðum (16 ára liðinu 2004 og 18 ára liðinu 2005) upp í A-deild í Evrópukeppninni. 18 ára liðið hjá strákunum hefur náð frábærum árangri undanfarin ár og verið í verðlaunasæti öll þrjú árin.

Þeir Hjörtur Hrafn Einarsson (215) og Brynjar Þór Björnsson (206) hafa báðir skorað yfir 200 stig á Norðurlandamótinu og báðir líklegir til þess að komast upp fyrir Jóhann Árna Ólafsson (235) sem er sá strákur sem hefur skorað flest stig á Norðurlandamótinu.

Leikmenn liðsins koma frá sjö félögum þar af eiga Fjölnir, Keflavík, Njarðvík, KFÍ og FSu öll tvo leikmenn hvert félög og FSu-leikmennirnir eru síðan upprunalega úr öðrum tveimur félögum. Félögin eru því sameinast um að leggja til leikmenn til hins sterka 1988-árgangs.

Leikir liðsins: (Íslenskur tími)
Miðvikudagur 24. maí 16:00 Ísland-Svíþjóð
Fimmtudagur 25. maí 8:30 Ísland-Noregur
Föstudagur 26. maí 11:00 Ísland-Danmörk
Laugardagur 27. maí 13:00 Ísland-Finnland
Á sunnudeginum er síðan leikið um sæti

18 ára landslið karla á Norðurlandamótinu 2006

- Bakverðir -

Brynjar Þór Björnsson, KR 190 sm


Hjörtur Ragnarsson, Þór Þ. 175 sm


Hörður Axel Vilhjálmsson, Fjölni 192 sm


Páll Kristinsson, Keflavík 179 sm


Rúnar Ingi Erlingsson, Njarðvík 180 sm


Þórir Guðmundsson, KFÍ 182 sm

- Framherjar -

Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 193 sm

Hörður Hreiðarsson, FSU 197 sm


Þröstur Jóhannsson, Keflavík 193 sm

- Miðherjar -

Hafþór Björnsson, FSU 202 sm


Sigurður Gunnar Þorsteinsson, KFÍ 203 sm


Sindri Már Kárason, Fjölni 203 sm

Benedikt Guðmundsson þjálfar liðið og er þetta í þriðja sinn sem hann fer með landslið á Norðurlandamótið. Benedikt gerði 16 ára liðið að Norðurlandameisturum 2004 og undir stjórn hans náði 16 ára liðið 4. sætinu árið 2003.

18 ára landslið karla á NM
2003 (1984) - 2. sæti
2004 (1985) - 1. sæti
2005 (1987) - 3. sæti

Gengi 18 ára landsliðs karla gegn þjóðum
Danmörk - (3 leikir) 3 sigrar og 0 töp, 100%
Finnland - (4 leikir) 1 sigur og 3 töp, 25%
Noregur - (3 leikir) 3 sigrar og 0 töp, 100%
Svíþjóð - (4 leikir) 3 sigrar og 1 tap, 75%
Samtals: 14 leikir, 10 sigrar, 4 töp, 71%
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá golfmóti KKÍ í Borgarnesi árið 2000.  Pétur Hrafn Sigurðsson framkvæmdastjóri KKÍ tekur við sigurlaunum úr hendi Ríkharðs Hrafnkelssonar mótsstjóra.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið