S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
11.2.2001 | 18:43 | or/gfs
Spillers tryggði Þórsurum sigur á elleftu stundu
Njarðvíkingar styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri á Skallagrími í Borgarnesi 76-87, en heimamenn léku án Warren Peebles sem er meiddur. Hlynur Bæringsson skoraði 22 stig og hirti 18 fráköst, Alexander Ermolinski skoraði 21 stig og tók átta fráköst og Hafþór I. Gunnarsson skoraði 18 stig. Brenton Birmingham skoraði 24 stig fyrir gestina, Logi Gunnarsson var með 23 stig á 25 mínútum og Jes Hansen skoraði 18 stig og tók tíu fráköst. Í Hafnarfirði sigruðu Haukar lið Vals/Fjölnis, 75-62, í fremur tilþrifalitlum leik. Bjarki Gústafsson skoraði 22 stig fyrir Val/Fjölni og Mike Bargen gerði slíkt hið sama fyrir Haukana. KFÍ tapaði enn einum leiknum, nú fyrir KR 89-105. Dwayne Fontana skoraði 40 stig og tók 11 fráköst fyrir KFÍ, Sveinn Blöndal skoraði 19 stig og Ales Zivanovic var með 18 stig. Ólafur Jón Ormsson skoraði 36 stig fyrir KR og Jón Arnór Stefánsson setti 26, þar af 19 í þriðja leikhluta. Í Keflavík fóru heimamenn mikinn gegn lánlausu liði ÍR-inga og sigruðu þá með 111 stigum gegn 73. Það var Guðjón Skúlason sem fór fyrir Keflvíkingum, en hann skoraði 38 stig og þar af setti hann átta þriggja stiga körfur úr 13 tilraunum. Calvin Davis skoraði 25 stig, tók 14 fráköst og varði fjögur skot. Hjá ÍR voru Eiríkur Önundarson og Cedrick Holmes stigahæstir með 19 stig og Holmes tók að auki 17 fráköst. Á Akureyri unnu heimamenn nauman sigur á Grindvíkingum 88-87, en Maurice Spillers skoraði sigurkörfuna á síðustu sekúndu leiksins. Spillers var stigahæstur í liði Þórs, skoraði 42 stig og tók auk þess 20 fráköst. Stigahæstur Grindvíkinga var Kevin Daley með 26 stig. |