S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
7.2.2001 | 17:21 | BL
Allt á suðupunkti í Mechelen
Nú hefur FIBA kveðið upp úrskurð um hvað skuli gera í framhaldinu svo körfuknattleikurinn verði ekki fyrir skaða og andi íþróttanna sé í hávegum hafður. Ákveðið hefur verið að leikurinn skuli endurtekinn fyrir luktum dyrum. Sá leikur verður 13. febrúar í Deurne í Belgíu. 25 manns frá hvoru félaga að meðtöldum leikmönnum mun verða hleypt inn í íþróttahúsið sem og 5 fréttamönnum á vegum gestanna og 15 fréttamönnum frá Belgíu. Tveir leikmenn liðanna fengu þungar refsingar. Það voru þeir Stefan Sappenberghs frá Antwerpen og Sasa Stefanovic frá Rauðu stjörnunni. Þeir voru dæmdir í þriggja leikja bann og 10 þúsund marka sekt. Auk þess voru þeir átta leikmenn Antwerpen-liðsins, sem reknir voru af leikvelli, dæmdir í 3 þúsund marka sekt hver. Sömu refsingu hlutu níu leikmenn Rauðu stjörnunnar. Félögunum er heimilt að áfrýja þessari ákvörðun til framkvæmdastjórnar FIBA. |