© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.10.2005 | 19:00 | BL
Þriðja útgáfan af vef KKÍ lítur dagsins ljós
Ólafur opnar nýja vefinn með aðstoð Gunnars.
Eins og netverjar sjá hefur vefur KKÍ fengið nýtt útlit. Í dag var þriðja útgáfa af kki.is opnuð á blaðamannafundi á Grand hóteli í Reykjavík. Það var Ólafur Rafnsson formaður KKÍ sem opnaði vefinn formlega.

Fyrsti vefur KKÍ kom fyrir almennings sjónir snemma árs 1996. Þá höfðu Haukar nýlega opnað sinn vef, en hann var fyrsti körfuboltavefurinn hérlendis. Minnugir netverjar muna ef til vill eftir dimmrauða litnum og parket bakgrunninum sem einkenndi útlit þessarar fyrstu útgáfu af kki.is. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, en körfuknattleikshreyfingin hefur verið í farabroddi við að nýta þau tækifæri sem bjóðast með tilkomu vefsíðna.

Það er því ekki úr vegi að nú, tæpum tíu árum eftir að fyrsta útgáfa vefnum var hleypt af stokkunum, að nýr vefur leysi þann eldri af hólmi. Sú ásýnd á kki.is sem nú hverfur sjónum almennings var sett upp árið 2000. Höfundur þess vefjar var Gunnar Freyr Steinsson, en hann á einnig heiðurinn af nýja vefnum.

Talsvert er um nýjungar á vefnum. Einfaldara er að rata um vefinn, hægt er að gerast áskrifandi að fréttum og bætt hefur verið við tölfræðihluta vefjarins. Þá hefur framsetning á ýmsu efni öðru en fréttum verið fært saman í þátt sem hlotið hefur nafnið Lesningin. Þar verða reglulega birtar greinar um dómgæslu og tölfræði, þar verða viðtöl, pistlar og ekki má gleyma söguhorninu.

KKÍ hefur fengið til liðs við sig sjálfboðaliða sem sjá munu um að viða að efni í þannan þátt í samstarfi við vefstjóra. Rétt er að taka fram það er af fremur veikum mætti sem KKÍ heldur þessum vef úti. Sambandið hefur því miður ekki bolmagn til að hafa vefstjóra í fullu starfi, þótt það væri vissulega skemmtilegt. Áfram verður þó reynt að uppfæra vefinn reglulega. KKÍ þakkar þeim ágætu mönnum fyrir að leggja vefnum lið, án þeirra sem vinna sjálfboðaliðastörf á þessum vettvangi væri lítið líf í vefnum. Margir aðilar koma að þeirri vinnu, ma. annars aðilar á vegum félaganna sem setja inn tölfræði eftir leiki. Vonandi er að vefurinn verði betri og læsilegri eftir þessar breytingar. Að lokum vill KKÍ þakka Gunnari Frey fyrir vefsmíðina, sem er einkar vel heppnuð.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Eggert Þór Aðalsteinsson dæmir innkast í leik Njarðvíkur og KR 19. janúar 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið