© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
13.8.2015 | 22:08 | U16 KK
Frábær frammsitaða gegn Lúxemborg og 18 stiga sigur í hús
Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn gegn Lúxemborg með látum og var Nökkvi Már Nökkvason með skotsýningu að hætti Íslendinga í upphafi leiks þar sem allir í byrjunarliðinu stóðu sig frábærlega. Staðan í hálfleik 41-26. Hákon Örn Hjálmarsson var stigahæstur með 28 stig en hann lék frábærlega í dag.

Áræðnin í Íslenska liðinu kom Lúxemborgarleikmönnum og þjálfara á óvart og voru þeir slegnir út af laginu, allt gekk upp og einsog áður sagði var Nökkvi Már á eldi ásamt Hákoni Erni. Liðið spilaði frábæra vörn og lokuðu á spræka leikmenn Lúxemborg en þeir keyra mjög sterkt á körfuna. Lúxarar tefla fram stærsta leikmanni mótins uppá létta 209cm en hann er prýðis skytta. Leikmenn Íslenska liðsins voru að gera vel saman og réðust ákveðið úr öllum áttum og skotin voru að detta, eftir fyrsta leikhluta var staðan 26-10. Jafnræði var á milli liðanna í öðrum leikhluta og kom stigahæsti leikmaður Lúxara Loic Djomani inn af bekknum með öll sín 10 stig og sigruðu þeir leikhlutann með einu stig og staðan í hálfleik 41-26.

Á meðan að Íslenska liðið lék maður á mann vörn allann leikinn skiptu Lúxemborg í svæðisvörn í upphafi síðari hálfleiks og hikstuðu drengirnir full mikið við það. 0-8 áhlaup Lúxemborg kom muninum niður í 41-34, þá komu stórar körfur frá Hákoni Erni og liðið fékk aftur sjálfstraust sem það náði að koma muninum í 56-44 þegar að þriðja leikhluta lauk. Í fjórða leikhluta náðu Lúxemborg aftur áhlaupi og minnkuðu muninn í 12 stig, Gísli Þórarinn Hallsson hélt uppá alþjóðlegan dag örvhentra og smellti niður sniðskoti eftir glæsilega hreyfingu með vinstri hendi og Hákon Örn dúndraði niður stórum skotum utan af velli til að halda í við áhlaup Lúxemborg. Þegar að Lúxemborg tóku sitt síðasta áhlaup nelgdi Davíð Alexander Magnússon niður stórri þriggja stiga körfu og kom Íslandi í þægilega stöðu. Lokatölur 72-54.

Strákarnir enduðu því í efsta sæti J riðils og mæta Írum í leik um hvort liðið leikur um 17. sætið, hinn leikurinn er Rúmenía og Lúxemborg. Annars eru Svíar og Eistar komnir í undanúrslit ásamt Póllandi og Slóvakíu. Portúgal og Úkraína leika svo gegn Danmörku og Búlgaríu um 9. sætið. Það er því ljóst að liðin úr okkar riðli eru að standa sig vel á mótinu.

Tölfræði leiksins
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Íslensku liðin fengu góðan stuðning í leikjum sínum á NM2006.  Hér sést hluti stuðningshópsins í úrslitaleik U18 karla.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið