S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
11.8.2005 | 9:41 | bl | Landslið
Landsliðið til Hollands og Kína
Um helgina heldur liðið til Hollands og leikur tvo landsleiki gegn Hollendingum í Groningen. Fyrri leikurinn verður á mánudag og sá síðari á þriðjudag. Síðar í mánuðinum hefur liðinu verið boðið til Kína, en þar mun liðið leika tvo landsleiki gegn heimamönnum. Leikirnir verða 28. og 30. ágúst í Xian og Harbin. Kínverjar eru gríðarlega sterkir mótherjar, sennilega þeir sterkustu sem Íslendingar hafa leikið gegn síðan 1992. Kínverjarnir eru að undirbúa sig fyrir Asíuleikana, þar sem þeir ætla sér sigur, en langtímamarkmið Kínverja er að verða Ólympíumeistarar á heimavelli sínum árið 2008. Þekktasti leikmaður þeirra Yao Ming, leikmaður Houston Rocets í NBA-deildinni sem er 228 sm á hæð, fer þar fremstur í flokki. Það var kunningsskapur Ólafs Rafnssonar formanns KKÍ við formann litháíska sambandsins, sem varð til þess að Kínverjarnir buðu íslenska liðinu í heimsókn. Ólafur situr sem kunnugt er í stjórn FIBA Europe og þjálfari Kínverja er Lithái. Ísland og Kína hafa þrívegis mæst í landsleik áður, það var árið 1980 hér heima og þá sigruðu Kínverjar í tveimur leikjum með 1 og 10 stigum, en Ísland vann síðasta leikinn með 11 stiga mun. Það lið var allt frá Mansjúríu-héraði, en óhætt er að fullyrða að liðið sem Ísland mætir í lok ágúst verði mun sterkara en liðið sem sótti okkur heima 1980. Ísland og Holland hafa mæst sautján sinnum í gegnum tíðina. Fimmtán sinnum hafa Hollendingar hrósað sigri, þá sjaldnast stórum, en okkar hafa hafa tvívegis. mt: Frá blaðamannafundi sem haldin var í gær. Frá vinstri: Hrannar Hólm formaður landsliðsnefndar, Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari, Friðrik Ragnarsson aðstoðarþjálfari og Hannes Birgir Hjálmarsson framkvæmdastjóri KKÍ. |