© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
9.8.2005 | 22:11 | ooj | Yngri landslið
Góðir kaflar en samt 21 stigs tap fyrir Svíum
Íslenska 18 ára landslið kvenna tapaði með 21 stig fyrir Svíum, 39-60, í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópukeppninnar sem nú fer fram í Bihac í Bosníu. Svíar höfðu 14 stiga forskot í hálfleik, 19-33, en gerðu fyrst út um leikinn þegar þeir unnu átta mínútna kafla í kringum leikhlutaskipti 3. og 4. leikhluta, 13-0. Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 17 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar.

Það voru nokkrir mjög góðir kaflar í leiknum en þeir stóðu í of stuttan tíma og Svíarnir nýttu sér síðan vel sóknarfráköstin 29 og hraðaupphlaupin sem gáfu þeim alls 19 stig og skoruðu langflest stiga sinni undir fyrrnefndum kringumstæðum.

Þegar best gekk var hinsvegar gaman að sjá til íslenska liðsins, sem komst þannig í 9-6 eftir að hafa lent 0-6 undir og vann fyrstu sjö mínútur seinni hálfleiks með stig mun, 16-8 og náði að minnka muninn í 6 stig, 35-41. Þá komu hinsvegar 13 sænsk stig í röð sem gerðu út um leikinn en 21 stig tap var alltof stórt miðað við ganginn í þriðja leikhlutanum þar sem stelpurnar höfðu með frábærri vörn og baráttu komið sér inn í leikinn á ný,

Skotnýting íslenska liðsins var alls ekki nægilega góð (24%, 13 af 55) og eins voru töpuðu boltarnar alltof margir eða alls 25. Varnarleikurinn íslenska liðsins og baráttan var þó í góðu lagi og kannski vantaði meiri trú að geta unnið hið sterka lið Svía sem hefur unnið alla fjóra leiki sína á mótinu með yfir 20 stiga mun.

Leikurinn var í beinni útsendingu í bosníska sjónvarpinu sem sýnir einn til tvo leiki frá mótinu á hverju degi. Þess má geta að öll liðin hafa kvartað mikið undan tölfræðinni sem tekin er hér í Bosníu en hún er til háborinn skammar. Íslenska liðið gaf til dæmis að þeirra mati enga stoðsendingu í leiknum í dag og þá hafa fráköstin einnig verið talin skelfilega illa.

Stig íslenska liðsins:
Helena Sverrisdóttir 17 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar, 6 fiskaðar villur
María Ben Erlingsdóttir 8 stig, 8 fráköst
Sigrún Ámundadóttir 8 stig, 7 fráköst
Ragnheiður Theodórsdóttir 3 stig
Bára Fanney Hálfdanardóttir 3 stig

Næsti leikur er gegn Lettlandi á morgun sem vann Portúgal í dag með 21 stigi, 67-46. Leikurinn hefst klukkan 18.15 eða 16.15 að íslenskum tíma og sigurvegarinn verður áfram með í baráttunni um sæti í A-deildinni en með tapi er sá draumur úti hjá íslensku stelpunum.

MyndHelena Sverrisdóttir var stigahæst með 17 stig auk 7 frákasta og 6 stoðsendinga.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Íslensku stelpurnar búnar að koma sér vel fyrir áður en haldið er á æfingu í Sviss í ágústmánuði 2009. Ísland atti kappi við Sviss í B-deild Evrópukeppninnar laugardaginn 15. ágúst. Sviss vann nauman sigur 70-68 í hörkuleik.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið