S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
7.8.2005 | 13:15 | EÁJ | Yngri landslið
14. sætið staðreynd eftir tap gegn Grikkjum
Ísland tapaði 54-103 fyrir Grikkjum í lokaleiknum og það verður að segjast eins og er að íslenska liðið var langt frá sínu besta. Leikurinn fór ágætlega af stað og staðan um miðjan fyrsta leikhluta var 12-12 en þá komu 14 stig í röð frá Grikkjum og það má segja að eftir það hafi munurinn farið stækkandi jafnt og þétt. Allir leikmenn Íslenska liðsins komu við sögu í dag nema Þröstur sem hvíldi vegna meiðsla. Lykilmenn fengu þó góða hvíld í dag. Það var einkum pressuvörn Grikkja sem var að fara illa með strákana. Þeir töpuðu 35 boltum í leiknum en liðið var að tapa þetta 10-12 boltum í leik í mótinu. Vissulega var erfiðara að ná upp stemmningu að þessu sinni, því spennufallið var töluvert eftir að markmiði liðsins var náð í gær. Páll Fannar var stigahæstur í íslenska liðinu og gerði 12 stig, Hjörtur Hrafn gerði 10, Atli Rafn 8, Magni 6, Hjalti og Rúnar Ingi 4, Snorri Páll og Arnar Freyr 3, og þeir Hjörtur Halldórs og Helgi Björn gerðu 2 stig hvor. Strákarnir eru á leið í sund áður en þeir sjá svo bronsleikinn og úrslitaleikinn en lokaathöfn mótsins fer svo fram upp úr kl 22 í kvöld. Liðið heldur svo heim á leið um 10 í fyrramálið að staðartíma en keyrt er til Madrid, flogið þaðan til London og svo fara menn um borð í Icelandair í London og halda áleiðis heim til Íslands. Bestu kveðjur heim, U16 gengið. |