S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
4.8.2005 | 20:55 | EÁJ | Yngri landslið
Afleitur þriðji leikhluti varð íslenska liðinu að falli
![]() Leikurinn fór vel af stað og það var jafnræði með liðunum má segja allan fyrri hálfleik. Íslenska liðið leitaði mikið inn á Hjört Hrafn sem að var Slóvenunum erfiður. Það munaði þó miklu að Þröstur var ekki heill heilsu og gat lítið beitt sér sóknarlega. Hann stóð þó sína vakt í vörninni og fráköstunum. Síðari hálfleikur fór ekki svo illa af stað. Besti leikmaður Slóvena fékk 2 villur á fyrstu mínútunni og var kominn með 4 villur en það var eins og íslenska liðið héldi að hlutirnir kæmu að sjálfu sér og framhaldið var algjört hrun. Mönnum virtist fyrirmunað að skora og í stað þess að halda uppteknum hætti frá því í fyrri hálfleik varnarlega þá fóru menn að svekkja sig og Slóvenar skoruðu auðveldar körfur. Fjórði leikhluti rann svo í gegn án þess að íslenska liðið næði að ógna Slóvenum. Strákarnir sem komu inn af bekknum börðust þó að krafti og löguðu stöðuna en lokatölur eins og áður sagði 50-68. Stig Íslands: Hjörtur Hrafn 14, Rúnar Ingi 10, Þröstur Leó 10, Snorri Páll 5, Arnar Freyr 4, Hjörtur Halldórs 3, Magni 2 og Elías 2. Tölfræði leiksins En það þýðir lítið að gráta þennan ósigur. Þriðja sætið í riðlinum er staðreynd og Ísland leikur því um 13.- 16. sætið. Strákarnir leika við Belga í krossspili á laugardag kl 14 að íslenskum tíma og sigurvegarinn spilar svo um 13.- 14. sætið og heldur sæti sínu í A deild. Hinum megin mætast Grikkir og Pólverjar og teljast Grikkir nokkuð öruggir sigurvegarar þar. Markmið íslenska liðsins fyrir mót var að halda sæti sínu í A deild, semsagt ná 14. sæti eða ofar. Með sigri á laugardag tekst það og nú kemur kærkomin hvíld á morgun og menn mæta ferskir í slaginn á laugardag, og klára verkefnið. |