© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
2.8.2005 | 21:55 | EÁJ | Yngri landslið
Dapur leikur gegn Lettum
U16 karlalandsliðið átti dapran dag í kvöld er þeir léku við Letta. Lettland sigraði 66-49 en staðan fyrir lokaleikhlutann var 44-41.
Það var svosem vitað að um erfiðan leik yrði að ræða þar sem Lettar hafa verið að leika vel og þeir hafa innan sinna raða tvo af stigahæstu mönnum mótsins.
Íslenska liðið var þó á köflum ekki líkt sjálfu sér og allt of margir tapaðir boltar og mörg sóknarfráköst Letta gerðu mönnum erfitt fyrir í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 31-23 og snema í þriðja leikhluta voru Lettar komnir 15 stigum yfir. En frábær kafli hjá íslenska liðinu þar sem Páll Fannar Helgason skoraði þrjár 3ja stiga körfur á stuttum tíma setti spennu í leikinn og munurinn var aðeins 3 stig fyrir síðustu 10 mínúturnar.
En þessar síðustu mínútur voru ansi daprar, og skoraði liðið aðeins 5 stig gegn 22 áður en íslenska liðið lokaði leiknum á þriggja stiga körfu Arnars Freys.

Það verður að segjast eins og er að menn eru hundsvekktir með frammistöðuna í kvöld. Mikið var um mistök og menn hættu á tíma að vinna saman í sókninni og það kann aldrei góðri lukka að stýra.

Páll Fannar og Þröstur voru atkvæðamestir að þessu sinni en stig Íslands skoruðu: Þröstur 17, Páll Fannar 12, Hjörtur Hrafn 11, Rúnar Ingi 4, Arnar Freyr 3 og Atli Rafn 2.
Tölfræði leiksins

Á morgun verður leikið gegn Pólverjum en þeir sigruðu Slóvena með 8 stigum í framlengingu í dag og þóttu það heldur óvænt úrslit. Sigur verður að nást til að möguleiki sé á öðru sæti í riðlinum, annars bíður liðsins þessi margumtalaði sjöundi leikur sem ræður úrslitum þess efnis hvort við verðum áfram í A deild eður ei.

Liðið er þegar komið til hvílu og menn ætla að mæta ferskir gegn Pólverjum á morgun og leggja allt í sölurnar.

Bestu kveðjur heim !
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Helga Þorvaldsdóttir KR lék sinn 50. landsleik gegn Englandi í Smáranum í Kópavogi 21. maí 2005 og fékk við það tækifæri afhent gullúr og blómvönd frá KKÍ.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið