© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
30.7.2005 | 16:51 | EÁJ | Yngri landslið
Frábær frammistaða gegn Króatíu en naumt tap.
16 ára drengjalandsliðið var rétt í þessu að ljúka leik gegn Króatíu. Strákarnir töpuðu leiknum 77-74 í hörkuleik og var allt annað að sjá til íslenska liðsins í dag frá leiknum gegn Grikkjum í gær.

Íslenska liðið byrjaði leikinn með látum og voru strákarnir að hitta sérlega vel og kom það Króötum í opna skjöldu. Liðin skiptust á að hafa forystu í fyrsta leikhluta en Króatarnir skoruðu 3ja stiga körfu á flautunni og komust yfir 28-26. Í öðrum leikhluta hikstaði sóknarleikurinn örlítið og það var eiginlega sárt að fara til búningsherbergja 12 stigum undir, 50-38.
Í gær var líka 12 stiga munur í hálfleik og Einar Árni lagði mikla áherslu á það í dag að liðið kæmi klárt til leiks í síðari hálfleikinn og það varð raunin. Liðið var að leika vel lengstum í þriðja leikhluta en það verður að segjast eins og er að Króatar hittu á köflum frábærlega og þeir náðu mest 17 stiga forskoti í síðari hálfleik.
Í fjórða leikhluta var hins vegar eitt lið á vellinum. Drengirnir skelltu í lás í vörninni og Hjörtur Hrafn fann sig vel, bæði að klára vel og einnig að finna samherjana sem nutu góðs af því að Hjörtur fékk tvo menn í sig. Strákarnir skoruðu 12 stig í röð og þegar 26 sekúndur voru eftir var staðan orðin 77-74 og Króatar tóku leikhlé. Vörnin hélt síðustu sókn Króatana en tíminn á klukkunni var ekki nægur til þess að ná skoti og þriggja stiga ósigur því staðreynd.

Eins og áður sagði þá var allt annað að sjá til drengjanna í dag. Baráttan var gríðarleg og vörnin í síðari hálfleik það besta sem strákarnir hafa sýnt til þessa. Lykilmenn stigu upp í dag eftir dapran dag í gær og strákarnir eru staðráðnir í því að fylgja þessum leik eftir á morgun gegn Rússum, en Rússar sigruðu Króata í hörkuleik í gær.

Hjörtur Hrafn var atkvæðamikill í dag, og Þröstur, Rúnar Ingi og Elías voru að hitta mjög vel. Þá átti Hjalti Friðriksson góða innkomu af bekknum.
Stig Íslenska liðsins: Þröstur Leó 20, Hjörtur Hrafn 19, Rúnar Ingi 14, Elías 10, Hjalti 8, Páll Fannar 3.
Tölfræði leiksins
Á morgun leikur liðið gegn Rússum. Leikurinn hefst 13.45 eða 11.45 að íslenskum tíma og verður væntanlega hægt að fylgjast með leiknum beint á heimasíðu mótsins.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
KR-ingurinn Omari Westley spilar vörn gegn Njarðvíkingnum Jeb Ivey í deildarleik þann 19. janúar 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið