© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.8.2015 | 22:51 | U16 KK
Strákarnir leika um 17-24 sæti eftir tap fyrir Úkraínu
Slæm byrjun 12-0 gerði strákunum lífið erfitt í Búlgaríu í leik gegn Úkraníu 82-61 en liðin léku um hvort þeirra færi áfram og myndu leika um sæti 9-16 eða 17-24. Hákon Örn Hjálmarsson var stigahæstur með 17 stig og Nökkvi Már Nökkvason kom næstur með 16.

Fyrir leikinn höfðu bæði lið sigrað Makedóníu og tapað fyrir öðrum þjóðum í riðlinum. Því var um að ræða hreinan úrslitaleik um hvort liðið léki um sæti 9-16 og hvort myndi leika um sæti 17-24. Íslensku strákarnir kláruðu færi sín illa í upphafi leiks og það nýttu drengirnir frá Úkraínu, komust í 12-0 og höfðu völdin á leiknum. Baráttan í íslenska liðinu var fín en hæðarmunurinn var liðinu erfiður og leikurinn því bullandi brekka allann leikinn. Staðan í hálfleik var 45-26, Nökkvi Már var stigahæstur með 12 stig í hálfleik.

Strákarnir héldu áfram að berjast og náðu muninum örlítið niður en Úkraínumenn sem voru að leika mjög vel í dag, sinn besta leik á mótinu og gáfu ekkert eftir. Allir fengu tækifæri og lögðu allir leikmenn sig fram. Lokatölur 82-61.

Það er því ljóst að strákarnir leika um 17-24 sæti og verða í milliriðli með Makedóníu, Hvíta Rússlandi og Lúxemborg. Liðið tekur með sér sigurinn á Makedóníu í riðilinn.

Um sæti 1-8 átta leika, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Holland, Belgía og Georgía, Eistland og Svíþjóð.
Um sæti 9-16 leika, Danmörk, Búlgaría, Austurríki og Tékkland, Sviss og Ungverjaland, Portúgal og Úkranía.
Um sæti 17-24 leika, ÍSLAND, Makedónía, Lúxemborg, Hvíta Rússland, Noregur, Írland, Skotland og Rúmenía.

Leiknir eru tveir leikir í milliriðlinum fyrst gegn Hvít Rússum klukkan 10:45 að íslenskum tíma miðvikudaginn 12. ágúst og svo gegn Lúxemborg klukkan 15:15 að íslenskum tíma fimmtudaginn 13. ágúst. Eftir þá leiki kemur í ljós í hvaða krossspil strákarnir munu lenda í.
Tölfræði leiksins
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Lið Grindavíkur sem varð Reykjanesmeistarar haustið 2007
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið